Engin voru vandamálin með þessi göt fyrr en rúmu ári seinna þegar(af einhverjum ástæðum sem ég er búin að gleyma) festingin festist inn í eyranu á mér og var þar í dágóðan tíma, ég með mína þrjósku harðneitaði að láta taka hana úr hjá lækni og það leit allt út fyrir það að festingin yrði þarna bara til frambúðar.
En nokkrum mánuðum seinna var ég að klóra mér í eyranu og datt þá ekki bara festingin í lófan á mér. Ég veit ekki alvig hvernig það gerðist, en þarna var hún allavega.
Ég var ekki hrifin af götum í svoldin tíma eftir þetta, enda hafði festingin pirrað mig mjög og stundum var mér mjög ill í eyranu.
Það var eitthvað um níu ára aldurinn sem ég ákvað að reyna aftur og það þurfti að skjóta afur í eyrun.
Það kom að því að mig langaði í fleiri göt, ég var í 7.bekk þegar ég sannfærði mömmu um að ég myndi líta mjög vel út með lokk í brjóskinu í eyranu.
Hvort sem þið trúið því eða ekki er þetta sársaukafyllsta gatið mitt. Ég var að drepast í þessu í nokkra daga.
Síðan fylgdi því að ég svaf alltaf á gataða eyranu og það endaði með því að ég var komin með sár eftir pinnan. Ég ætlaði að skipta um lokk og setja lítin hring, en ég kom honum aldrei í gegn svo ég gafst upp oo lét bara gróa fyrir.
Tveimur mánuðum fyrir fermingu spurði ég mömmu fyrst hvort ég mætti fá gat í naflan. Mjög varlega…svarið sem ég fékk hljóðaði einhvernegin svona: “Jaaah, Marý er með svona bláan lokk og það er ekkert smá flott.”
Ég var ekkert að ýta meira á hana en næstu tvo mánuðina minntist ég reglulega á þetta og loksins fékk ég svarið sem ég sætti mig við.
Eftir fermingu!
Svo fimm dögum eftir fermingu var ég komin með gat í naflan, ótrúlega ekki vont.Ári seinna fór ég að tuða um gat í tunguna….eitthvað sem ég hef ekki enn fengið fram.
Svo var það í janúar á þessu ári sem ég minnti mömmu á það að bróðir minn hafði fengið tattú í 16 ára afmælisgjöf, mér fannst nú sanngjarnt að ég fengi svoleiðis líka, hún tók ekkert allt of vel í það. En ég í þrjóksu minni hélt því fram að hún gæti ekki sagt nei því annars væri hún að mismuna börnunum sínum.
Ég varð 16 ára og ekkert tattú fékk ég, ég hélt samt áfram að minnast á þetta, aldrei fékk ég já-ið, en ég fann að hún var farin að gefast upp.
Svo var það á miðvikudagskvöldið sem ég hringdi í hana (ég bý hjá pabba í sumar) og sagði henni að ég ætlaði að fara að panta mér tíma í flúr um morgunin, hún gafst upp.
Á fimmtudeginum fór ég á House of pain til að panta mér tíma í flúr, þar tók Jason á móti mér með oðrunum: Wow, you look nervus (afsakið ennskukunnáttuna).
En ég fékk tíma dagin eftir klukkan 12.
Svo þannig er það, ég settist í stólin og hann skellti á mig myndinni sem ég valdi fyrir mörgum vikum síðan.
Við settum hana á milli herðablaðana og kemur hún æðislega vel út.
Á því miður enga mynd af neinum götum eða flúrinu.
Þið megið líka búast við korkum frá mér næstu daga þar sem ég bið um leiðbeiningar, ég er svo ógeðslega hrædd um að gera eitthvað vitlaust.
Ein spurning í lokin..Hvað á ég að setja kremið sem ég keypti oft á? og hvenær?
Voulez-vous coucher avec moi, ce soir?