Ég þarf að fá smá aðstoð. Ég er með þetta helix-gat sem ég fékk hjá Sessu fyrir tæpum 2 mánuðum. Í gær fór ég svo niður í Tattoo og skart og keypti mér hring í gatið og setti hann í seinna um daginn. Var í fyrsta skipti sem ég skipti um lokk í þessu. Reyndar blæddi smá vegis, en það var bara aðeins bakvið eyrað - fór í burtu þegar ég strauk eyrað með bómull m. vatni.
Allavega, svo gróf aðeins í þessu í nótt og eyrað á mér er aumara en venjulega. Er þetta sýking eða er eyrað mitt bara eitthvað að venjast þessu? Ætti ég að láta þetta vera eða kaupa vetnisperoxíð eða eitthvað annað sambærilegt og bera á þetta? Hvað segið þið?
Öll aðstoð þegin. :)
Wonderful, wonderful.