Það er svo misjafnt hvernig krem stofurnar bjóða uppá og einnig aðferðir. Oft er þetta líka einstaklingsbundið..
Ég sem dæmi nota aldrei nein krem á mín flúr nema þau séu extra þurr og þá hef ég verið að nota “Sárakrem”, “Lanolin” eða “Aloe vera lip balm”. Bara í raun það sem er til heima og mýkir og græðir.
En annars er fínt ef þú notar krem á annað borð að bera það á þangað til hrúðrið er farið og svo kannski af og til í einhvern tíma eftir það því það tekur húðina svolítinn tíma að verða “eðlileg” aftur (verður oft glansandi eftir flúr) Þá geturðu notað e-ð krem sem mýkir húðina, ekkert endilega þetta sem þú færð á stofunni.
Ég veit td um einn sem fékk sér flúr fyrir ári síðan, hann ber alltaf AD krem á það svona 1 sinni í viku.. Veit ekki hversvegna en hann segir að það sé gott fyrir flúrið og húðina. Hljómar ekki vitlaust