7 daga gömul? Það er bókstaflega ógeðslegt og mér finnst í alvörunni að þetta ætti að vera bannað. Það fylgir mikil áhætta því að gata börn svona ung, t.d. margfaldast líkurnar á því að fá nikkelofnæmi sem er ekkert grín. Ég er með nikkelofnæmi og ég get ekki gengið með úr eða hálsmen eða ódýra eyrnalokka, og sumir eru svo slæmir að þeir geta ekki einusinni notað föt með rennilásum.
Þetta er líka svo mikill óþarfi. Ungbörnum er ALVEG sama hvort þau séu með göt í eyrunum eða ekki, og hafa ekkert að gera með þetta. Mér finnst nú lágmark að leyfa barninu allavega að vilja það, ef það á nú að fara að stinga það með nálum að óþörfu. Þetta getur stofnað heilsu barnsins í hættu, en sumum finnst greinilega mikilvægara að barnið sé töff en að það sé heilbrigt.
Ef einhver sem ég þekkti myndi láta gera gat einhverstaðar á líkama nýfædds barnsins síns, myndi ég í alvörunni hringja í Barnaverndarnefnd.
Algjör viðbjóður.
Bætt við 26. maí 2007 - 18:11 http://www.hugi.is/hudflur/threads.php?page=view&contentId=4895945