Hvað er nákvæmlega að fara gerast þarna? Eru einstaklingbásar eða svið? Á eitthver myndir frá því í fyrra? Er aldurstakmark þ.e.a.s mætti sonur minn ólögráða koma með mér?
Nokkrir flúrarar koma saman og hafa hver sinn “bás”. Þar eru þeir mest allan tímann að flúra fólk sem vill (komast oft færri að en vilja) Á svona ráðstefnum skapast skemmtileg stemmning meðal áhugafólks og getur hver sem er komið þangað inn. Semsagt ekkert aldurstakmark (nema á kvöldin þegar djammið hefst) þannig þú mátt koma með son þinn með þér :) Ég tók einmitt “dóttur” mína með mér í fyrra og hún skemmti sér konunglega ;)
vitiði hvort verðið sé það sama þarna (hvort það sé mikið hærra) ? og hvort það sé erfitt að komast að ef maður er með svona 10 mín verk sem manni langar í
Ef þú átt við hvort það sé sama verð og á stofu, þá er það voðalega svipað. Ég fékk mér flúr hjá Kana á ráðstefnunni í fyrra sem einhver Íslendingur sagði að væri verk upp á 22-25 þúsund kall en ég borgaði 18. Nokk vel sloppið.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..