Fyrir þremur dögum síðan, þriðjudaginn seinasta, fékk ég mér loksins mitt fyrsta tattoo. Mig hafði langað í tattoo í mörg ár og ákvað að gefa mér eitt í afmælisgjöf þar sem ég átti afmæli á sunnudaginn og prófin hjá mér nýbúin.

House of Pain varð fyrir valinu og sá hann Jason um þetta. Ég mætti þarna með myndina sem mig langaði í kl. 2 og hann teiknaði þetta upp. Þegar hann var búinn að sýna mér ætlunarverkið og fínpússa hana þá var kl. að verða þrjú þannig að ekkert að gera en að setjast í stólinn.

Allt tók þetta fjóra klukkutíma.
Varðandi sársaukann þá fannst mér þetta ekki alslæmt fyrsta 1 og 1/2 - 2 klukkutímann en eftir það fór maður að bíta aðeins á jaxlinn. Hann tók eftir því og setti því e-ð smá deyfandi á handlegginn. Sársaukinn sem maður lendir í á meðan þessu stendur er vel þess virði.

Tattoo-ið er ekki alveg fullklárað og mæti ég aftur um leið og það er búið að gróa alveg til þess að bæta restinni við því honum fannst ekki sniðugt að halda áfram þar sem það var búið að erta þessi svæði svo mikið.

Tattoo-ið sjálft er ágætlega stórt og er það staðsett á “bísepnum” á hægri handlegg og nær uppá öxl. Þar sem það er ekki fullklárað ætla ég ekki að senda inn mynd en það sem af er komið er ég mjög sáttur með og get ég ekki beðið eftir að klára þetta.

Á meðan það var verið að tattoo-a mig fór ég að pæla í næsta tattoo-inu og spurði Jason um hugmyndir varðandi background fyrir myndina og gera úr þessu half-sleeve. Svo gaman er af þessu:)
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”