Hehehe. Ég er enginn sérfræðingur en get þó tjáð mig aðeins um þetta.
Þú getur fengið þér eins stórt gat og eyrnasnepilinn þinn þolir að teygjast.
Byrjar á litlu gati með nál eða skotgati. Þarft að láta það gróa, síðan er gatið teygt smátt og smátt.
Ef þú ætlar að fara upp í 10-12 mm þá tekur það nokkra mánuði.. ja allt eftir því hvað þú teygir þetta hratt.
Þú getur teygt sjálfur með svokölluðum “tapers” (Fást m.a. í Hókus Pókus Laugavegi) eða látið stækka fyrir þig m.a. hjá Sessu (Tattoo & Skart)
Varðandi kostnað þá minnir mig að hjá T & S
Skotgat: 1500 kr
Nál: 2500 kr
Vonandi gagnaðist þetta eitthvað