ég er með gat í annarri geirvörtunni. Ég er með frekar litlar geirvörtur en þessi sem er götuð er orðin mikið stærri en hin (voru jafn stórar), en er ekkert asnalega stór. það lítur bara kjánalega út ef maður er eitthvað að pæla í stærðarmuninum, annars er ekkert það mikill munur.
eina böggið við þetta er að það grefur stundum í þessu, en vetnisperoxíð ætti samt að koma í veg fyrir það (ég er bara duglegur við að gleyma að skola með því), og svo svíður líka as hell þegar maður er nýbúinn að fá gatið og næstu klukkutíma, en þar með eru gallarnir upp taldir, að minnsta kosti eftir minni reynslu.
Ég veit ekki hvernig hún verður ef að maður lætur gróa fyrir, en ég gæti trúað því að hún verði ennþá svipað stór og þegar hún var með lokknum á meðan hin er ennþá jafn lítil..