Mig langar alveg svakalega í gat í brjóskið í hægra eyra og hafa lítin sætan hring eða fallegan hvítan stein í því, en spurningin er hvort það sé eitthvað sniðugt fyrir mig að vera gata þarna því þetta er víst viðkvæmur staður og ég þoli enga eyrnalokka. Ég er með 5 göt í eyrunum nú þegar, bara svona vennjuleg tvö öðrumegin og 3 hinumegin en ég er aldrei með neitt í þeim því ég bólgna bara upp og það byrjar að blæða. Er með nikkel ofnæmi en samt virðist ég ekki þola ekta heldur, nikkel fría.

Eitthvað sem ég get gert svo ég geti verið aftur með eyrnalokka :/ ? og er eitthvað sniðugt að fara gata í brjóskið ef ég er með svona mikið óþol ?