Byrja á að taka fram að ég er algjört tattú og gata “Virgin”.
Áðan var ég að lesa íslenska Málsögu fyrir íslenskupróf sem ég er að fara í því, drepleiddist og starði á kálfann á mér og hugsaði hvernig tattú mér myndi langa í ef ég myndi einhverntímann hoppa í stólinn.
Hugsaði með mér hvað tengdist mér mjög mikið og hvernig ég væri þá að merkja mig. Datt svo í hug nafnið mitt.
Já, ekki svo vitlaust… En hvernig?
Nú, ég var að lesa málsögu, og verið að tala um rúnaritun….
Hey, já. Nafnið mitt í Rúnaritun. Tengist þá nafninu mínu sem ég er ánægður með og að ég væri íslendingur.
Svo fattaði ég að þetta er alls ekkert það frumlegt!, en samt…
Og svo hugsaði ég áfram. Af hvaða ástæðu væri ég að fá mér þetta tattú?
Væri það útaf mig langaði svo mikið í tattú, eða þá útaf þetta væri svo nett og ég væri maður með mönnum með tattú?
Ég hugsaði með mér, að þetta væri eitthvað sem tengdist mér og yrði hluti af mér en á sama tíma að ef ég myndi t.d. fá mér tattú á kálfann þá þyrfti ég örugglega að kaupa mér allavegana einar aðrar hálfsíðar buxur.
Rangur hugsunarháttur? :)
Pælingin er, langar mig í tattú því þetta sé svo nett og ég verði maður með mönnum eða einfaldlega mig langi í tattú fyrir sjálfan mig?
Á hvaða forsendum væri ég að fá mér það?
(En ef ég skildi fá mér tattú, þá ætla ég allavegana að bíða með það til 18 árs, eða seint á þessu ári (er nýorðinn 17 ára).)
Og nú spyr ég, og er að reyna að gubba hérna útúr mér.
Af hvaða ástæðu fenguð þið ykkar/eða ætlið að fá ykkur, ykkar fyrsta tattú. Vilduð þið hafa það einstaklega frumlegt, eða vilduð þið hafa eitthvað sem tengdust ykkur en þó gæti annar hver maður verið með það nákvæmlega sama.
Athyglissýki, skartgripur eða sálarró?
(Tek fram að þessi tattú hugmynd mín, er ekkert sem ég er búinn að vera að pæla í. Bara var að hugsa þetta þarna. Myndi hugsa aðeins betur útí það hvað ég myndi tattúvera á mig. Kannski þetta, kannski eitthvað allt, allt annað)