Ég er með fimm húðflúr eftir fjóra húðflúrara sem ég hef verið að fá mér síðastliðin 6-7 ár. Ég ætla samt að byrja á að útskýra ástæðuna sem liggur að baki því að ég ákvað upphaflega að fá mér tattoo. Ég vildi eigna mér líkama minn, merkja hann, sýna að hann er mín eign og einskis annars og að enginn geti tekið það af mér.
Fyrsta tattooið fékk ég mér rétt eftir 18 ára afmælið mitt haustið 2000. Ég fór eftir skóla á stofuna hans Helga (RIP), settist niður og blaðaði í gegnum möppur hjá honum og fann fullkomna tattooið fyrir mig. Það er íslensk galdrarún sem heitir vegvísir, með henni á maður aldrei að villast. Ég ákvað að skella henni á mjög ofarlega á hægri kálfann, eiginlega rétt fyrir neðan hné. Ég var mjög stressuð, en Helgi náði alveg að róa mig niður. Hann var ekkert smá professional og styrkti mig í þeirri trú að þetta væri rétt ákvörðun.
[http://inlinethumb03.webshots.com/2178/2260753010091946155S500x500Q85.jpg] Vegvísir[http://inlinethumb03.webshots.com/2178/2260753010091946155S500x500Q85.jpg/url]
Næsta tattoo fékk ég mér hálfu ári seinna (vorið 2001) á innanverðan hægri handlegg. Ég og vinkona mín fórum til Inga sem var þá með stofu í Kópavoginum og við fengum okkur báðar eins pentagram á sama stað. Það hefur sérstaka merkingu fyrir okkur (sem tengist ekki djöflatrú eða einhverju álíka). Mér þykir óskaplega vænt um þetta tattoo, en stundum vildi ég óska að ég hefði valið einhvern minna áberandi stað, þar sem ég verð óskaplega þreytt á að heyra allskonar spurningar um hvort þetta tengist ekki djöfladýrkun og eitthvað álíka. Að sama skapi er ég líka stundum fegin að fólk spyrji bara hreint út svo ég geti leiðrétt misskilninginn.
[http://inlinethumb02.webshots.com/6017/2508254880091946155S500x500Q85.jpg] Pentagram[http://inlinethumb02.webshots.com/6017/2508254880091946155S500x500Q85.jpg/url]
Sumarið 2001 fékk ég mér svo þriðja húðflúrið. Þegar ég hafði verið hjá Inga í fyrra skiptið sá ég mynd af bleikum og fjólubláum dreka sem hann hafði teiknað sem heillaði mig ekkert smá mikið. Ég fór þessvegna aftur til Inga og fékk mér drekann á hægra brjóstið. Bleiki og fjólublái drekinn minn táknar fyrir mér að maður getur alltaf leyft sér að dreyma og vona hvað sem er. Hugurinn er frjáls.
[http://inlinethumb28.webshots.com/4571/2493345580091946155S500x500Q85.jpg] Dreki[http://inlinethumb28.webshots.com/4571/2493345580091946155S500x500Q85.jpg/url]
Ég fékk mér ekki nýtt tattoo í fimm ár eftir þetta, en lét hinsvegar Inga fara aftur ofan í bæði pentagramið og drekann þar sem það voru komnar ljósar skellur í pentagramið og fjólublái liturinn í drekanum var nánast horfinn. Ég þyrfti að láta fara aftur ofan í drekann til að hann verði ennþá skýrari, en pentagramið er í góðu lagi núna.
Í sumar (2006) fór ég svo með vinkonum mínum á tattoohátíðina á Gauknum, mig langaði ótrúlega mikið að fá mér tattoo þar en var ekki viss hvað mig langaði í. Á leiðinni þangað fékk ég hugmynd í kollinn að fá mér seinna nafn sonar míns (hann varð fjögurra ára það sumar) sem hefur mikla merkingu fyrir mig. Að fara inn á Gaukinn og sjá allt þetta fólk vera að fá sér tattoo og alla þessa listamenn að störfum var æðisleg upplifun. Ég var komin þangað um miðjan daginn og labbaði upp að einum sem ég sá að var laus. Ég gerði mér ekki grein fyrr en eftir á hvað ég var heppin að hafa komist að. Thomas Asher skissaði upp fyrir mig stafi og byrjaði síðan að setja nafnið Úlfur á hægri ökklann innanverðan. Mér leist mjög vel á það sem hann hafði skissað upp á blað, en þegar þetta var komið á mig, með skyggingum og lit kom þetta rosalega vel út.
[http://inlinethumb28.webshots.com/5019/2221290060091946155S500x500Q85.jpg] Úlfur[http://inlinethumb28.webshots.com/5019/2221290060091946155S500x500Q85.jpg/url]
Næsta tatto fékk ég mér fyrir tveim vikum síðan. Sá sem gerði það heitir Mike og er frá portúgal. Ég hitti hann upphaflega árið 2001 þegar hann gerði næstum full back manga engil á bakið á vinkonu minni, mig hefur langað í tattoo eftir hann síðan þá. Vinir mínir hafa verið í sambandi við hann af og til síðan og svo þegar hann kom til landsins um páskana greip ég tækifærið og fékk hann til að teikna fyrir mig tattoo. Hann skissaði á mig með rauðum penna, sem mér leist vel á og byrjaði síðan. Hann var tvo tíma að húðflúra mig. Tattooið er á hægri hliðinni og nær frá mitti og niður á mjöðm/læri. Þegar hann var búinn var ég roooosalega ánægð, en þegar ég kom heim fékk ég einhvers konar sjokk sem ég hef ekki upplifað með hin tattooin. Mér fannst þetta svo stórt og massívt og ekki minn stíll og þetta yrði þarna að EILÍFU!! Ég er farin að venjast því töluvert betur núna og er aðeins farin að sættast við það, þó ég sé ekki orðin fullkomlega sátt ennþá. Ég er búin að taka þá ákvörðun að ef ég verð ennþá ósátt eftir ár, ætla ég að fá einhvern til að hanna fyrir mig coverup.
Nýjasta húðflúrið, [http://inlinethumb53.webshots.com/5812/2481652260091946155S500x500Q85.jpg] mynd1[http://inlinethumb53.webshots.com/5812/2481652260091946155S500x500Q85.jpg/url], [http://inlinethumb32.webshots.com/5855/2260488940091946155S500x500Q85.jpg] mynd2 [http://inlinethumb32.webshots.com/5855/2260488940091946155S500x500Q85.jpg/url](á ekki mynd af því í heilu lagi og það er soldið erfitt að taka mynd af því sjálf).
Í sumar ætla ég að fara á tattoohátíðina og hver veit nema ég fái mér eitthvað þar, líklegast ekki þó. Næst langar mig að fá mér einn af drekunum hans Colins Dale, nú og svo verð ég að geyma pláss fyrir nöfnin á næstu börnum ef ég eignast fleiri ..
kv. creampuff