já ég fékk mín fyrstu göt í eyrun þegar að eg var um 7ára held ég, fékk þessi venjulegur lobe göt, fann lítið sem ekkert fyrir því og var mjög ánægð. Man ekki hvað eg var gömul en þetta var á opnunnardegi Smáralindarinnar og ég fór í meba og fékk eitt annað lobe gat í vinstra eyrað. Það gréri mjög fljótt og ekkert vesen með það.

Svo núna fyrir umþað bil 4 mánuðum þá fékk ég mér eitt helix gat í vinstra eyrað og svo tvo í hægra eyrað , veit ekki alveg hvað það heitir en eitt þeirra er rétt fyrir ofan lobe staðinn og hitt rétt fyrir neðan helix staðinn(endilega segjið mér hvað það heitir) hægra eyrað var fljótt að gróa en helix gatið var eeitthvað vesen bólgnaði mikið og á endanum tók ég það úr.

Sirka þrem mánuðum eftir þetta þá var ég að fara í vinnuviðtal í Smáralindinni og ákvað að fá mér aftur. En skipti um skoðun og fékk mér frekar tvo outer conch á sama stað samt. þau bólgnuðu smá en ekki mikið setti bara Fucidin á það og þá lagast það bara strax.

Ennþá langaði mig í fleiri göt og ætlaði mér ekki að stoppa þarna. Eftir sirka hálfan mánuð þegar að hin götin voru búin að jafna sig þá fór ég á Laugarveginn á tattoo69 og fékk mér tragus gat í hægra eyrað. Aldrei á æfi minni hef ég verið jafn stressuð að fá gat eftir að hafa horft á bróðir minn fá tragus gat og heyrt sögurnar frá honum að þetta hafi verið verra en fyrstu tvo tattooin hans samanlagt. Svo sast maður í stólinn alveg að drepast úr stressi og hann byrjar að stinga í gegn, fyrst var ég bara “hvaða vilteysa er þetta, þetta er ekkert vont” þangað til að hann fór að þrýsta lengra og lengra í gegn þá fór ég öll að titra og varð rangeygð og allt heila klabbið. Það tók hann um hálfa mínutu að stinga nálinni í gegn. Þegar að þetta var búið þá var maður bara alveg í sjokki en ég hef samt aldrei verið jafn ánægð með gat og þetta, það sem að hélt mér uppi var ánægjan af gatinu.

Svo var ég að fara með vini mínum á laugarveginn, en hann var að fara á að fá sér industrial gat. Eftir að hafa horft á Sessu gera gat í hann gat ég ekki staðist það að fá mér annað gat. Þannig að við fórum í HókusPókus og ég lét skjóta í mig einu helix gati í hægra eyrað. Það var nú bara eitthvað kettlingavæl eftir tragus gatið, og er ekki búið að bólgna neitt eða svoleiðis.

Ég er engavegin að fara að stoppa hérna og er næst á dagskrá að fá mér gat í naflann eftir margra ára væl í mömmu um það leyfði hún það loksins. Ætla svo núna að hvíla eyrun leyfa þeim að gróa alveg fullkomlega og þá skellir maður tveim götum í vinstra eyrað og einu í hægra. Ég er líka byrjuð að teygja á hægri lobe gatinu og er komin uppí 3mm, en ætlunarverkið er 6mm.

Svo er mig farið að dreyma um gat í tunguna eftir að vinkona mín fékk sér þannig um daginn en það kemur ekki til greinar segir mamma, ætli maður þurfi þá ekki bara að væla þangað til að sá draumur rætist. Er svo að fara að fá mér í hendina, á sama stað og púlsinn er bara á hinni hliðinni á hendinni, semsagt ofan á úliðinum.

Svo eftir eitt ár fæ ég mér tattoo og ég er komin með alveg endalaust af hugmyndum um það. Á nú að vera löngu komin með það en sistir mín bað mig um að bíða með það í ár, og mig langar alveg það mikið í það að það má alveg bíða til að verða alveg fullkomið.

Veit þau virðast frekar sveitt ámér eyrun á þessum myndum en ég var bara nýbúin að setja BPA á götin :)

hægrr:

http://pic20.picturetrail.com/VOL1481/7049360/13496697/247055500.jpg

Vinstra:

http://pic20.picturetrail.com/VOL1481/7049360/13496697/247055489.jpg