Samkvæmt könnunninni eru alveg þónokkrir sem vilja að aldurstakmarkið fyrir að fá sér göt yrði lækkað. Svo ég spyr ykkur þá, hvers vegna?
Aðrir vilja lækka aldurstakmarkið fyrir bæði götun og húðflúr og enn aðrir vilja afnema allt aldurstakmark… Er virkilega sniðugt ef allir gætu labbað inn á stofurnar og fengið sér gat eða tattoo án þess að neinn segi eitt eða neitt? Hvernig haldiði að samfélagið yrði þá?
Flestum finnst þetta þó fínt eins og þetta er núna, semsagt 18 ára aldurstakmark við bæði (þar á meðal ég).

Langar að heyra ykkar álit :)

Könnunina getiði séð HÉR