Bendi þér á að lesa þessa grein
HÉR. Gæti komið að gagni?
Þú þarft að byrja á því að fá þér venjulegt gat í eyrað. Láta það ALVEG gróa og svo geturðu byrjað að teygja. Svona gat grær á nokkrum vikum. Það þarf bara allur roði/bólga/hiti/verkur að vera farið áður en þú getur byrjað að teygja.
Miðað við að þú ætlir að teygja td 8mm þá ætti teygingarferlið sjálft að taka ca 4-6 vikur. (1-2 mm á viku).
Gatið skreppur saman ef þú ákveður að taka tunnelið úr. Það er talað um að teygja ekki meira 8-10 mm í flestum tilfellum ef þú vilt fá eðlilega eyrnasnepla aftur.
Götin síga oftast ekki. En hinsvegar hefur það gerst hjá mér að þau virðast halda áfram að stækka smá þótt ég sé með tunnel í þeim og hefur það komið fyrir að tunnelið detti úr við minnstu snertingu.
Heildarkostnaðurinn er mjög misjafn. Fer algjörlega eftir því hvar þú kaupir taperinn og tunnelið. Gatið sjálft kostar um 1000 kall á flestum stofum.