Jæja, Session 4 er búið núna. Leit inn til Vincents í þeim tilgangi að fara að skella lit í leðurblökuna og áframhaldandi pælingar með restina. Var í svona 2 tíma að setja liti í leðurblökuna og gera hana asskoti illvíga og svo var sett smá skima á eitt rörið sem er næst leðurblökunni. Litirnir sem eru í henni eru gulur, appelsínugulur, rauður, svartur og svo mix af af litum til að fá flottan blæ á myndina ( t.d smá svartur mixað við appelsínugulan ). Á rörinu eru sömu litir og fara þeir saman þar alveg asskoti vel eins og sést á rörinu þar sem það byrjar svart og fer svo út í gult með flottum mix affect. Næst munum við fara í það að setja meira í myndina og bæta við litum. Ég og Vincent erum báðir fastir á því að setja neon-grænan í myndina, þá örugglega í einhver rör, til þess að fá flott comix / bio lúkk á myndina. Ennþá er þetta allt fríhendis og get ég ekki annað sagt en að þetta er að koma asskoti vel út. Næsta session verður eftir einhverjar vikur og mun ég þá henda inn fleiri myndum.
Mynd http://hivenet.is/dusilmenni/tatt/tatt4.jpg