Fyrir nokkru fann ég allt í einu fyrir mikilli hræðslu varðandi það að fá mér piercing sem var mjög skrítið vegna þess að ég hef látið gata mig ansi oft í gegnum tíðina og aldrei verið neitt mál..
Ég lét verða af því að fá mér tragus piercing um daginn (2 vikur síðan) og ótrúlegt en satt þá fann ég ekkert fyrir því og umhirðan hefur gengið eins og í sögu. Ég skipti um lokk áðan sem dæmi og það var ekkert mál.
Þar sem ég er einstaklega ánægð eð eyrun á mér (haha) þá hef ég ákveðið að láta gata þau meira.. Anti-tragus verður líklega fyrir valinu ásamt Daith. Inner conch kemur líka til greina en ég ætla að setja það á bið..
Ég held ég sé vaxin uppúr andlitsgötunum og mun sennilega ekki gata mig meira þar. Er með hring í nefinu og ör eftir augabrúna- og labretpiercing og finnst voðalega nett og smekklegt að vera bara með gat í nefinu :)

Það er lítill tilgangur með þessum þræði en mig langaði bara að deila hversu ánægð ég er með að hafa endurheimtað götunar“fíknina” :)