Þið sem hafið losnað við sýkingu með vetnisperoxíði, hversu langan tíma tók það fyrir sýkinguna að fara?
Nú fékk ég mér gat í eyrnasnepil 7. des sl. og hafði áður verið með gat á sama stað, það var fyrir 10 árum og það greri fyrir. Núna er þetta gat alveg ómögulegt. Ég skipti um lokk í því 4 vikum eftir að það var gert og ég er enn aum þarna. Svo hef ég verið að hreinsa með vetnisperoxíði og sjóða lokkinn, en t.d. núna áðan var smá blóð á lokknum þegar ég tók hann úr.
Ég er að hugsa hvort ég eigi að
a) Taka lokkinn úr og láta gróa og gera bara nýtt gat rétt við hliðina á þessu,
b) Halda áfram að hreinsa með vetnisperoxíði og sjóða lokkinn eða
c) Láta þetta algjörlega vera, nema að hreinsa kannski smá með V.P.
Þið sem hafið reynsluna, hvað haldiði?
Takk fyrir svör!