Kúltúrinn sem aðhyllist tattoo og piercing eru ekkert endilega bara freak, goth og punk? Ég veit nú ekki hvaða flokki ég tilheyri, sennilega bara mjög normal og ég aðhyllist þennan lífstíl mjög. Kannski álítur mig einhver vera freak en freak getur bæði verið gott og slæmt að mínu mati.
Það eru heldur ekkert endilega bara hnakkar sem fá sér tribal tattoo, langt í frá. Ég fíla einfaldlega ekki tribal vegna þess að mér finnst þau nánast öll líta eins út. Þetta eru eintóm línuverk sem oftast nær passa bara ekki saman. Línur hingað og þangað.. Ég viðurkenni þó að ég hef séð flott tribal og þá sást líka að það hafði verið lögð mikil vinna í það.
Persónulega fíla ég tattoo sem hafa einhverja meiningu, eru flókin, mikil vinna lögð í þau og árangurinn góður. Mér finnst tribal ekki passa inní þetta sem ég var að lýsa. Allavega ekki þessi týpísku tribal sem fólk er að fá sér.
Einhvernveginn held ég að fólk byrji oft að fíla tribal þegar það “uppgötvar” þennan lífstíl og svo þegar það fer að sökkva sér betur inní hann þá áttar það sig á því að það er svo margt annað sem er miklu, miklu, MIKLU flottara en það og finnst því tribal vera “waste of space”..
En þetta er auðvitað bara mín skoðun :)