Hvað gerist ?
Hvað gerist ef þú byggir upp massa eða fitnar svo teygist á húðinni þar sem tattoo er fyrir?
Ef ég léttist eða þyngist, hefur það einhver áhrif á húðflúrið mitt?
Ekki alltaf. Húðin hefur mikinn teygjanleika sem venjulega aðlagast breytingum í húðinni. Konur sem verða óléttar og eru með húðflúr á því svæði sem að maginn stækkar mest, eiga í hættu á að húðflúrið skemmist. En þó eru ekki allar sem lenda í því að það skemmist. Oft lagast húðflúr aftur eftir að þær eru búnar að fæða og maginn kominn í sitt eðlilega horf aftur.
Fólk sem lyftir mikið og er að reyna að fá stærri vöðva (t.d. á upphandlegg) eru ekki í hættu á að það skemmist. En það getur hinsvegar litið út fyrir að vera minna eftir því sem vöðvarnir stækka meira.
Fólk sem lyftir mikið og er að reyna að fá stærri vöðva (t.d. á upphandlegg) eru ekki í hættu á að það skemmist. En það getur hinsvegar litið út fyrir að vera minna eftir því sem vöðvarnir stækka meira.