Ég hef prófað ýmislegt í gegnum tíðina. Hef notað A+D vítamínkrem, og það virkaði ágætlega á mig. Hef svo hins vegar heyrt slæmar sögur frá öðrum, þannig að ég veit ekki hvort mín reynsla er einstök eða hvað.
Ég hef svo prófað að nota ekkert krem whatsoever, og þrátt fyrir að það hljómi vissulega illa virkaði það ótrúlega vel. Rökin eru þau að maður er ekki að bera nein krem á hrúður sem koma þegar maður fær sár, og þau sár gróa oftast vel og án þess að nein ör sjáist eftirá. Tattoo er náttúrulega ekkert nema sár sem á kemur hrúður, þannig að rökin eiga fyllilega rétt á sér. Hins vegar er manni kannski meira umhugað að tattoo grói vel, þannig að þó ég hafi ágæta reynslu af þessu mæli ég með að fólk noti krem, og sérstaklega ef hrúðrið þornar mikið.
Þau krem sem hafa svo virkað best á mig eru hampkremið sem Svanur hjá Tattoo & Skart var með fyrir nokkrum árum og Helosan. Held að hampkremið sé ekki lengur á boðstólnum, en Helosan er auðvelt að fá.
Mín skoðun á kremnotkun er „less is more“. Ég nota krem sjaldan, og set ekki mikið af því þegar ég nota það.
Vona að einhverjir hafi haft gagn af því að lesa þetta.