Mér hefur langað að fá mér tattoo frá því að ég var 13 ára, og ég get ekki ákveðið mig. Er með þessar hugmyndir í huga:
Snákur (árið mitt í kínversku dæmi, man ekki hvað það var, amk er það fyrir 1989 í mínu tilfelli)
Nafnið mitt á einhverju tungumáli með myndaletri
Vatnsberi (merki eða mynd af vatnsbera, t.d. nakta konan sem ég á styttu af og erfði frá ömmu)
Svo fann ég mynd af hlébarða með snák vafinn utan um sig, hlébarðinn berst fyrir bráðinni meðan snákurinn er árið mitt
Svo kannski Quagmire á rassinn, það væri allavega húmor.
Ef þið vitið um síður með myndaletri væri það algjör snilld.
Bætt við 24. desember 2006 - 08:45
S.s. hlébarðinn þýðir = maður þarf að hafa fyrir því að lifa. Væri góður reminder fyrir mig því ég er frekar sinnulaus og tek lífinu rólega.