Modify Heimildarmynd
Halló, ég var að tékka á einni svakalegri húðflúra / götunar heimildarmynd í gær, hún heitir Modify og mæli með að allir tékki á henni, í henni eru meðal annars viðtöl við The Lizardman, Bear, Stalking Cat og fleiri, það er sýnt hvernig þetta byrjaði allt saman og hún er líka nokkuð ógeðsleg á köflum, það er verið að sýna myndir frá lýtalækningum og þá er ég ekki að tala um “extreme makeover” lýtalækninga footage, heldur fremur ógeðslegt footage. Það er sýnt myndband af gaur sem er að láta “splitta” á sér tunguna, fremur “vont” að horfa á það. Kynfæra Piercing o.fl. Kynskipti aðgerðir (ég var að fara að æla) hehe, En ég mæli með að flestir næli sér í eintak af þessari mynd, hún er góð, þó maður verði pínu svona..“ái” við að horfa á hana. Bless bless, varð bara að deila þessu… hún er samt í heildina nokkuð góð, lætur mann líka hugsa sig betur um hvað maður er að fara að gera við líkamann sinn :/.