Ég var í London um helgina og á sunnudeginum skellti ég mér í Camden town sem er hverfi í London… Þar rakst ég á bás á einum markaðnum þar sem kona stóð og seldi tunnel og allt sem tengist því á rosalega ódýru verði.. Sem dæmi þá keypti ég 1 10mm tapers, 2 10mm plugs og kúlu á tungupinnann minn fyrir 11 pund sem eru tæpar 1500 íslenskar krónur! Þessar vörur sem konan var að selja eru allt toppvörur og lét hún mig fá heimasíðuna sína þar sem hún selur allar þessar vörur á sama verði og á markaðnum úti… Hún sendir meira að segja til Íslands og er sendingarkostnaðurinn 2 pund..

Þar sem margar spurningar hafa vaknað um hvar sé hægt að kaupa svona þá er úrvalið rosalega lítið hérna á Íslandi og langar mig því að benda ykkur á þessa heimasíðu: http://extrememetal.co.uk/

Ég mæli allavega með þessu :)