Ég var með lokk í neðri vörinni og tannholdið fyrir neðan framtennurnar tvær er frekar lítið.. Lokkurinn nuddaðist upp við það án þess að ég tæki e-ð sérstaklega eftir því og eyddi því í rauninni.. Svo tók ég lokkinn úr (ekki útaf því samt) og tannholdið er alveg eins, s.s. það varð aldrei aftur eins og það var áður en ég fékk lokkinn..
Þá getur tönnin “dáið”, eða það er að segja, taugarnar skemmast og ef maður lætur ekki fylla upp í miðjuna (þar sem taugin var) þá dettur hún úr. En ef tannholdið lagaðist strax ætti þetta að vera í lagi.
veit ekki hvernig það er með í miðjunni, en ég er með í hægri hlið og þar snertir það aldrei tannholdið, bara tennurnar en þegar ég er með lítinn lokk (þ.e.a.s. ekki byrjendalokkinn sem er frekar stór) þá nuddast það ekkert upp við tennurnar en aldrei við tannholdið
Það hefur ekki gerst hjá mér, en ég er reyndar búin að vera með hring meirihlutann af tímanum sem ég hef haft gatið. Síðan er líka hægt að fá plast festingu, í staðinn fyrir stál (fyrir þá sem naga lokkinn og svona). Annars hélt ég að lokkurinn ætti ekkert að hafa áhrif á tannholdið. Mig minnir endilega að ég hafi það frá Sessu…annars er ég ekki viss
Bætt við 29. nóvember 2006 - 17:19 EDIT: annars gæti verið að ég hafi bara spurt Sessu um tennurnar, hvort það skemmdi þær…man ekki alveg =P
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..