Þannig er mál með vexti að ég var að fá mér tvö göt, í eyrnarsnepilinn og í brjóskið, nokkrum sentimetrum ofar, bæði vinstra megin. Ég hafði planað að fá mér smá tunnel í eyrnarsnepilin og hring í brjóskið.
1. Hvenær má ég skipta yfir í hring?
2. Ég bý utan á landi. Get ég ekki pantað mér bara tunnel lokk frá rvk og gert þetta sjálfur?
3. Í sambandi við umhirðu: Hvernig á ég að fara með eyrað. Er ekki bannað að snúa uppá kúlurnar? Má ég fara í sund? og svo framvegis…