Nei ég myndi ekki fá mér hljómsveita tattoo.. En ég meina, fólk ræður hvað það gerir við sinn líkama :) Ef einhver telur sig elska Iron Maiden það mikið að viðkomandi verði að skella nafninu þeirra á rassinn, þá er það bara hans/hennar mál :)
Ég myndi bara fá mér hljómsveitartattú ef að það væri hljómsveit sem ég er í. Sé samt ekkert að því að fólk fái sér tattú með logo frá hljómsveit sem það elskar ef að það er visst um að það eigi ekki eftir að sjá eftir því
Ég er sko í þínu liði karlinn minn!! og ekki langt að bíða þangað til að ég fæ mér stórt CFH á kálfann jíhaaa!! enda Pantera búinn að vera nr.1 hjá mér síðan ég var smá patti!!! með lubba hlaupandi um engi húnaþings vestra. en 1st ætla ég að klára hægri hendina (half sleeve).
Þau eru bæði töff og ekki. Mín skoðun er sú að ef þú ætlar að fá þér hljómsveitar tattú þá verðuru að fá þér með “alvöru” hljómsveit. Einhverri sem hefur verið í bransanum í svolítinn tíma og sannað sig, og er helst ekki búinn að selja sig heldur. En tattú eru samt auðvitað persónubundinn og kannski á einhver í djúpstæðu tilfinningalegu sambandi við Blink 182 eða Busted en mér finndist samt alltaf hallærislegt að vera með þannig tattú.
Sjálfur er ég með eitt hljómsveitar tattú (CFH) og ætla að fá mér eitt í viðbót (Motörhead skrímslið) við fyrsta tækifæri.
Bara CFH lógó. Ég spáði mikið í það á sínum tíma hvort ég ætti að hafa þetta einfalt og eins og meðlimir Pantera (svona eins og official lógó-ið er) en ég held að það komi ekki vel út standandi eitt og sér heldur sómi sér betur í sleave því stafirnir í því eru svo mjóir. Tattúið mitt er eins og CFH á síðunni minni http://folk.is/slayerinn nema það er svart með gráu og hvítu í til að mynda þrívídd/skugga.
Mér finnst þetta ekkert voðalega spes ef ég á að segja alveg það sem mér finnst.. Mér finnst myndin allt í lagi og mér finnst þetta illa flúrað einhvernveginn..
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..