Sjálfsgötun
*Já, ég er viss um að þú þekkir fullt af fólki sem hefur gert helling af götum á sjálfa/n sig og aðra og það hafa aldrei komið upp nein vandamál. Eða heyrir oft af fólki sem hefur gert það og ekkert mál.
Ég hef gert það sjálf, bæði án þess að það komi upp vandamál og með vandamálum.
Þegar fólk gerir það og það kemur vandamál tala þau oftast ekki um það.
Þú gætir jafnvel hafa gert nokkur göt sjálf/ur án þess að það sé eitthvað vesen, en það þýðir ekki að þú verðir jafn heppinn næst.
Sjálfsgötun er hættuleg, sama hvað annað fólk að reyna að segja..
Farðu til einhvers sem raunverulega veit hvað hann/hún er að tala um (þ.e. einhver faglærður) og hann/hún getur sagt þér allt um hvers vegna sjálfgötun er einfaldlega heimskuleg.
Þú ert ekki lærður gatari. Þú hefur ekki haft þjálfun, né hefur þú haft næga reynslu undir eftirliti til að geta gatað þig sjálf/ur á öruggan hátt. Það er góð ástæða fyrir götunar nemendur á virtum stofum hafa alltaf fagaðila til að fylgjast með öllum götunum þeirra. *
Dauðhreinsun er ekki einföld
Eldur, sjóðandi vatn, áfengi, sótthreinsunarefni, sápa … Ekkert af þessu sótthreinsar almennilega . Þetta drepur ekki prion og aðrar bakteríur sem í raun valda verstu sýkingunum. Ef þú átt ekki tæki til dauðhreinsunar (Autoclave) getur þú ekki almennilega hreinsað búnaðinn þinn.
Götunar umhverfi verður að vera dauðhreinsað. Baðherbergi / svefnherbergi / skóla gangur er ekki einu sinni nálægt því að vera nógu hreint. Góðar stofur hafa Spore próf einu sinni í mánuði, og hafa algerlega aðskilið herbergi / svæði fyrir húðflúrun og götun - burt frá restina af búðinni. Herbergin eru hreinsuð af alúð , og ég get lofað þér því að þú ert ekki með umhverfi jafn hreint og hentugt og er á stofum.
Réttur búnaður er dauðhreinsaður í autoclave og er í lokuðum umbúðum. Nálar eru aðeins til þess að nota einu sinni, því aðeins eitt gat skemmir oddinn of mikið, þannig hún er ekki hentug fyrir aðra notkun. Saumnál móður þinnar er ekki næstumþví nógu beitt til þess að gata með og ekki öryggisnælur heldur (eða aðrar nælur)
Hanskar sem keyptir eru til heimilisþrifa eru ekki við hæfi.
ALLAR virtar stofur hafa læknisfræðilega samþykkta hanska (tegund sem þú getur fundið á sjúkrahúsi eða sjúkrabíl) og mun skipta um hanska í hvert sinn sem þeir hefja nýtt gat. (og oft amk einu sinni á meðan götununni stendur!)
Götunar byssur eru fáránlega ósnyrtilegar, og geta verið mjög hættulegar.
Allar stofur sem jafnvel hugsa um að nota þær er staður sem þú ættir að hlaupa í burtu frá, mjög fljótt.
Það er ekki hægt að sótthreinsa þær almennilega , vegna þess að þær hafa fjaðrir og þess háttar inni í byssunni, sem þýðir að hættan á sýkingu er mjög aukin.
Þær fela í sér að troða bitlausum hlut í gegnum hold þitt, sem er augljóslega mun óákvæmara, sársaukafyllra og mun óöruggara heldur en þegar skörp nál sker í gegn . áverkar bitlausa hlutsins rífa innri vefi, en þegar beitt nál sker í gegn Þrýstir hún vefjum úr vegi.
Viðeigandi skartgripir eru mikilvægir þegar þú ert að fá nýtt gat. Þú þarft að tryggja að það er rétt stærð, gerð og lögun fyrir gatið þitt. Fiðrilda (Butterfly)festingar eru ekki við hæfi fyrir nánast hvaða gat sem er.
Áhætta sem sjálfsgötun eykur líkur á
Sýking (ef hún er nógu alvarleg , getur hún leitt til dauða)
*Í augnbrún
*Sýking í naflagati
*Önnur sýking í nafla
*Rifnað naflagat eftir sýkingu
Léleg ísetning
* Hnúður
* Skakkur lokkur
Höfnun
-Auknar líkur þegar gatið er of grunnt
* Höfnun á götum
* þegar rangur lokkur er notaður
Migration
* Lokkur sem er í áfram eftir að líkaminn hafnar gatinu vex úr
ALVARLEG örmyndun
* ör á bringu eftir höfnun
* ör eftir naflagat og yfirborðsgat fyrir neðan nafla
Ofnæmisviðbrögð við óviðeigandi skartgrip
* Nikkel ofnæmi
Taugaskemmd.
- Göt í andliti geta valdið taugaskemmdum, jafnvel lömun á part andlits
Alvarleg blæðing (allir hafa æðar taugar á mismunandi stöðum. Þú gætir haft þær einhvers staðar og þú ert ekki þjálfuð/þjálfaður til að vera fær um að koma auga á þær á þér sjálfum/sjálfri)
Kross mengun (að deila nálum? Halló, HIV! Já, þú gætir hafa þekkt þessi manneskja alla ævi og hann/hún sagt þér “allt” en jafnvel börn geta verið fædd með HIV og það er vissulega ekki eitthvað sem fólk vill segja vinum sínum!)
Blowout
* Tunnel blowout, eftir of hraða stækkun tunnels
* Stór hnúður
* þynning á húð
* Rifnaður eyrnasnepill
* Alvarleg þynning, rifnun og sýking eftir of hraða tunnel stækkun
Mikil bólga (að troða á bitlausu nálinni í vör aftur og aftur þangað til það fer að lokum í gegn? Jafnvel ef hún fór ekki í gegn)
* Mjög mikil bólga