Júlí - Ágúst 2007 var ég stödd á Spáni með foreldrum mínum, ég hafði gert smá samkomulag við þau bæði um að ég mætti fá gat í vörina á tattoo stofunni sem pabbi ætlaði að fá sér tattoo. Eftir örfáa daga kemur mamma með þessa skemmtilegu tillögu “hvort viltu fá gat í vörina eða lítið tattoo?” ég var hæstánægð og auðvitað ákvað ég að fá mér tattoo í staðinn, hafði alltaf langað í það en þorði auðvitað ekki að spyrja því bara 16 ára ;)
Við fórum á tattoo stöfuna og hittum Mike sem hafði gert tattoo á pabba þarna árið áður og pöntuðum tíma, Pabbi bað um verðið og talað var óvenju lág svo hann sagði honum til að vera viss að ég ætlaði líka að fá tattoo “oh its just included” sagði hann og brosti :D
Tattooið sem ég valdi er lítill kínastafur, stafurinn minn L :) mamma kom auga á það í einni bókinni og mér fannst stafurinn afarlega flottur, það var mjög skemmtilegt þar sem þetta var einskonar fjölskyldu moment þegar þetta allt gerðist og ég elska bæði reynsluna og upplifunina sem er innifalin í þessu litla tattooi þann 12. Ágúst :)
Ári seinna er ég aftur stödd á spáni á nákvæmlega sama tímabili með mömmu og pabba, ég var aftur búin að velja mér tattoo en í þetta skipti borgaði ég fyrir það sjálf, 50 evrur :)
Ég fékk mér deathbat eða logo hljómsveitarinnar Avenged Sevenfold. Ástæðan bakvið það er að tónlistin kom mér í gegnum grunnskólann, ég var lögð í einelti og hunsuð dag eftir dag og það sem bjargaði mér var að hlusta á tónlist og það var yfirleitt Avenged Sevenfold sem var þá mín uppáhalds hljómsveit. Þó að áhuginn á tónlistinn hefur dvínað aðeins þar sem nýjar hafa komið inn sé ég alls ekki eftir þessu tattooi því það minnir mig á það að ég var sterk og náði að koma mér sjálf í gegnum hvern dag þrátt fyrir það hversu erfitt það var og freistandi að gefast upp.
Þriðja tattooið mitt var gert á Íslandi og er eftir Don Donix sem er núna í Tattoo 69. Skemmtilegt að segja frá því að hann var ekki byrjaður þar strax, ég fékk þetta tattoo 4. Janúar 2009 og fyrsti dagurinn hans var 8. Janúar þannig að ég fór heim til hans og hann gerði tattooið þar. Bróðir minn þekkir hann og fékk ég því afslátt og þetta tattoo sem ég borgaði sjálf var afmælisgjöf frá mér til mín :)
Tattooið er demantur sem ég fékk mér til að minna mig á það hversu mikils virði ég er fyrir sjálfri mér og hvernig mér á að líða. Eftir að hafa þolað þunglyndi í hátt í 5 ár þá hélt ég höfðinu uppi og vissi að ég var einhvers virði, ég er ekki í þriðja sæti, né fyrsta sæti heldur er ég yfir það allt, líf mitt er það verðmætasta sem ég á því án þess ætti ég ekki mína yndislegu fjölskyldu og vini og hvað er betra en gull? demantur auðvitað :)
Fjórða tattooið fékk ég 21. Júlí 2009 og það er Steingeit á arabísku, þetta er sjörnumerki mitt, tveggja bræðra minna og pabba míns. Einn bróðir minn er þegar með þetta tattoo og núna ég, hinn bróðir minn ætlaði að fá sér það en er ekki búinn að því, gerir það vonandi bráðum og pabbi er að spá í að fá sér það líka. Þess vegna er þetta tattoo mér mikils virði því ég kem til með að deila því með 3 af þeim manneskjum sem eru mér allt.
Fimmta tattooið mitt er á leiðinni og fæ það í Febrúar eða Mars. Þetta verður L O V E á hendinni á mér í flottu letri. Þetta táknar samtökin To Write Love On Her Arms sem berst gegn þunglyndi, sjálfsskaða, sjálfsvígum og einelti hjá unglingum og sýnir mér að ég á að elska sjálfan mig, ég er ekki sú eina sem líður svona eða hefur lent í þessu og að hjálp er til staðar.
myndir:
fyrsta og þriðja
annað
fjórða