Var að fá mér nýtt húðflúr eftir 10 ára pásu!
Er með 6 stk núna. Fékk mitt fyrsta árið 1997. Fjölnir gerði það, það er einhvers konar mexico indjána “blóm” eða eitthvað á upphandleggnum. Svo fór ég hálfu ári síðar og fékk mér nafnið mitt á sanskrítletri utan um upphandlegginn hjá Sverri.
Svo kom pása í ár.
Þá fékk ég mér hjá Helga heitnum tattoo kínverska táknið “list” á framhandlegginn með töff skyggingum í kring. Hann gaf mér það tattoo blessaður.
Svo lét ég einn sem ég þekki, í tilraunaskyni gera eðlu á kálfann á mér og Odie, hundinn úr Garfield á nárann á mér. Allur litur fór úr Odie og eðlan er svolítið götótt:)
Nú gerði strákur sem heitir Robert þessa fínu svölu á öxlina á mér. Ég er mjög ánægður með útkomuna. Í fyrstu ætlaði ég að leyfa skýjum fylgja með í kringum svöluna og upp á öxl. En tími gafst ekki til að gera það. Það verður eflaust í næstu heimsókn. Ekki nema ég fái mér svipaða svölu á hina öxlina í öðrum litum. Er alla vega kominn í gírinn núna! Þyrfti að henda mynd af henni inn eftir c.a 2 vikur, þá verður það orðið eins og það á að vera.