Þannig að ég ákvað að segja ykkur frá því hvernig þetta byrjaði allt.
Ég var alltaf þessi venjulega stelpa sem gerði aaaldrei neitt extreme, en einn daginn þá fór ég í húðhreinsun og ég sá að þau voru að skjóta göt í eyru þannig að ég ákvað að slá til og fá mér þrjú göt, ég var með þrjú lobe fyrir. Ég valdi að fá mér helix í vinstra eyrað og svo tvö göt sem eru á milli helix og lobe(algjörlega dottið út hvað það heitir) í hægra eyrað.
Seinna um kvöldið fann ég það út að það voru mistök að fá sér göt í bæði eyrun á sama tíma því ég get ekki sofið á bakinu.
En allavega þarna byrjaði þetta, enda var þetta frekar mikill “sjokker” að ég skuli hafa gert þetta.
Það endaði þannig að ég fékk sýkingu í helixið og tók það því úr.
Þegar að það var full gróið og svona þá vildi ég fá annað, en ég ákvað að fá mér tvö í þetta skipti hlið við hlið.
Bróðir minn var með nokkur göt og tattoo og ég hafði alltaf dáðst af tragus gatinu hans. Svo einn daginn ákvað ég að fá mér það og ég fór niður á tattoo 69 og Arnór gerði gatið í mig, þetta var í fyrsta skipti sem hann hafi gert tragus en ég leyfði honum samt sem áður að gera það, sem ég hefði kannski betur sleppt því hann gerði sér ekki grein fyrir því hvað þetta brjósk er hart og stakk ekki nógu fljótt í gegn, en það endaði með því að hann var í hálfa mínutu að stinga í gegnum mig(sem leið einsog öld). Ég samt sem áður labbaði út í skýjunum mjög ánægð en að drepast í eyranu.
Mér hafði langað í gat í naflann síðan ég man eftir mér liggur við, og þegar að ég varð 15 ára þá fékk ég gat í naflann. Fékk reyndar sýkingu í það 2 árum seinna þegar að þáverandi kærasti minn potaði svo fast í naflann á mér að það rifnaði.
Eftir þetta fór ég að fá mér fleiri göt í eyrun og fór að gera nokkur sjálf, ég byrjaði líka að teygja á hægri eyrnasnepplinum, ætlaði bara að fara í 6mm en nú er ég komin í 18mm.
Ég hafði aldrei verið mikið fyrir andlitsgöt en mér var farið að langa í gat í vörina. Þannig að ég fór til Sverrirs og hann gerði gat í vörina á mér.
Eftir að ég var búin að fá mér nokkur göt í viðbót fór mér að langa að gera þetta sjálf, svo ég keypti mér nálar og tangir og hreinsibúnað og allskonar dót á netinu.
Eftir að pakkinn minn var búinn að ferðast lengi og þar á meðal búin að fara til Ísrael kom hann loksins. Og ég byrjaði að gata mig.
Ég ætla nú ekki að fara nákvæmlega í gegnum hvenar ég fékk mér öll götin mín en svona byrjaði þetta.
Núna er komið að tattoo-unum mínum. Bróðir minn fékk semsagt 2 tattoo áður en hann varð 18 ára þannig að ég vildi auðvitað líka fá 2.
Ég fékk fyrsta tattooið mitt í 16 ára afmælisgjöf frá mömmu og pabba. Ég fékk mér þrenningarhnútinn á vinstri öklann og Mike(húðflúr og götun) gerði það.
Ég skal alveg viðurkenna það að ég var að kúka á mig þegar að það var loksins komið að þessu og langaði eiginlega bara að hlaupa í burtu, en ég sast í stólinn og fann ekki fyrir neinu, fannst þetta svo ótrúlega spennandi og gaman að horfa á hann að ég gleymdi sársaukanum algjörlega, varð eiginlega fúl þegar að hann var búinn en svo sagði hann þessi töfrandi orð “ oo im going to fix that” og ég liggur við skríkti einsog smástelpa.
Tattoo númer tvö fékk ég í 17 ára afmælisgjöf frá þáverandi kærasta mínum það var einnig gert af Mike, ég fékk mér semsagt Dream Theater tattoo sem er búin að vera uppáhaldshljómsveitin mín í 8 ár núna, ég ákvað að fá mér brot úr fyrsta laginu sem ég heyrði með þeim og lag sem tengdist því og majesty táknið, eða semsagt about to crash og about to crash reprise.
Upprunalega átti það að fara á framhandlegginn en ég er með svo litlar hendur að það hefði verið of kramið. Svo það fór á hægri kálfann, mér fannst þetta alls ekki vont heldur og náði að slaka vel á, lá þarna á bekknum eiginlega bara að sofna, en þegar það var svona 1/3 eftir þá þurfti ég svo ótrúlega að pissa að ég gat ekki verið kjur þannig að ég stóð upp og fór á klósettið, þegar að ég kom til baka var ég algjörlega dottin úr gírnum og var eiginlega að drepast eftir það. En ég labbaði út hamingjusamasta stelpa í heiminum loksins komin með þetta tattoo á mig.
Núna bíður maður bara spenntur eftir að verða 18, sem er í september til að setjast í stólinn aftur. Ég virðist alltaf fá mér tattoo í afmælisgjöf, skrítið.
Núna sirka 3 árum seinna er ég með 26 göt og 2 tattoo.
Hægra eyra:
2 lobe, eitt teygt 18mm og annað teygt 6mm
2 mitt á milli helix og lobe
1 helix
1 outer conch
1 inner conch
1 tragus
http://i21.photobucket.com/albums/b288/hennis/sdasd.jpg?t=1251762011
Vinstra eyra:
4 lobe eitt teygt 16mm
1 mitt á milli helix og lobe
2 helix
http://i21.photobucket.com/albums/b288/hennis/juhygfd.jpg?t=1251761998
Andlit:
Snakebites
Medusa
2 high nostril
Septum
http://i21.photobucket.com/albums/b288/hennis/hfdrtd.jpg?t=1251761981
Munnur:
Tungunni
Smiley
Undir tungunni
http://inkednation.com/images/user_albums/10/23/Eliiin/200863171738.jpg
Annarstaðar:
Geirvörtunni
Öfugt naflagat
http://inkednation.com/images/user_albums/10/23/Eliiin/200863171432.jpg
Göt sem ég hef verið með:
Handarbakinu (play)
Hand web (play)
Naflanum
Helix
2 monroe
Nefinu
Anti helix
Göt sem ég gerði sjálf:
Handarbakið
Hand web
Smiley
Undir tungunni
Medusa
2 monroe
Vörina
Septum
High nostril
2 nefið
3 lobe
Septum
Inner conch
Outer conch
Anti helix
Geirvartan
Milli helix og lobe
og tattooin mín tvö
http://images.hugi.is/hudflur/144079.jpg
http://inkednation.com/images/user_albums/10/23/Eliiin/200863172148.jpg
Já þar hafið þið það
facebook.com/queeneliiin