Ég hef lengi ætlað að skrifa grein um þetta, en hef aldrei lagt í það, en þar sem ég hef ekkert annað að gera akkúrat núna, og nenni ekki að fara að sofa, þá legg ég bara í greinina!
Ég hef mjög mikinn áhuga á húðflúrum og götum, og býst við því að fá mér mörg af hvoru í framtíðinni, nú þegar er ég komin með átta göt í eyrun, búin að teygja eitt í 8mm, og líka komin með gat í nefið, og er nú þegar búin að ákveða tvö tattú og allavega þrjú göt.
Ég les endalaust um húðflúr og götun, skoða myndir o.s.frv.
Margt finnst mér flott, margt finnst mér það alls ekki, sum göt finnst mér tilgangslaus og ljót en manneskjan með gatið er líklega ánægð svo ég skipti mér ekki af.
Ég er alltaf að sjá fréttir eða síður um fólk sem fer of langt, ákveður að fá sér eitt lítið gat í vörina, og allt í einu eru þau orðin tíu, og verða fleiri.
Núna er ég ekki að tala um body mods eins og að troða einhverjum random hlutum inní öxlina á sér eða skera af sér líkamshlut. Hafið engar áhyggjur, ég ætla ekki að segja neitt um það í þessari grein.
En eins og með allt annað, þá er hægt að fara of langt, ég veit það vel að þetta á að vera um að fá sér einfaldlega það sem maður vill og álit almennings skiptir ekki máli en það er ekki það sem ég er að tala um.
Þegar maður pælir í því er hægt að vera háður öllu.
T.d. þegar maður er farinn að húðflúra eða gata hvern einasta part af líkama sínum þá er það farið að vera of mikið.
Ég veit um mörg dæmi af fólki sem fær sér gat, og segir svo strax eftir: ‘Vá núna langar mig í annað gat!’
Þar á meðal er ég, strax eftir að ég fékk gat í nefið fór ég að hugsa um industrial gatið sem ég ætla að fá mér.
Getur þetta ekki flokkast sem fíkn á einhvern hátt?
Maður fær aldrei nóg, maður fær eitt og vill annað, fær annað og vill þriðja og svo þegar þetta er komið uppí áttahundruð þá skilur maður ekki enn að þetta sé of mikið.
Eins og reykingaauglýsingarnar segja, eftir einn smók verður maður háður, blahblah.
Ég veit ekki alveg afhverju ég var að skrifa þessa grein, en mig langar að vita hvort einhver sé sammála mér, því aldrei heyri ég um það að fá hjálp við götunarfíkn.
Stundum þegar ég horfi á ofhúðflúraða einstaklinga líður mér bara alveg eins og ég sé að horfa á einstakling sem tekið of stóran skammt af einhverju.
Er það bara ég sem hugsa svona?