Hér ætla ég að tala um umhirðu gata, ég veit að til eru margar aðferðir, þetta eru einungis sú aðferð sem ég hef sjálf notað og reynst mér vel.
Þegar maður er með nýtt gat er gott að leggja það í saltbað 2 á dag til að byrja með síðan einu sinni á dag og þegar gatið er gróið er gott að gera það við og við.
Mín uppskrift af saltblöndunni er:
1 lítill bolli af sjóðandi heitu vatni
1 teskeið sjávarsalt (ATH sjávarsalt og borðsalt er ekki það sama, hér skiptir máli að nota sjávarsalt)
Síðan er blöndunni leyft að kólna og sett í snaff-glas eða 1/2 L gosflösku og haldið við í 5 - 10 mín
ATH það á ekki að svíða undan baðinu þá er blandan heldur sterk, ef þið finnið svona kítl eruð þið á réttri leið.
Það sem saltblandan gerir fyrir gatið er að hún sótthreinsar án þess að erta svæðið og leysir upp gröft og harðindi sem kunna að myndast, mér finnst betra að nota hana vel volga. Það er ekki gott að hafa blönduna of sterka, þá fer hún að erta.
Eftir hvert svona bað er frábært að setja BPA (eða sambærilega vöru) á, þá ertu búin að sótthreinsa, hreinsa og setja gott og græðandi á.
Alltaf eftir nýtt gat kemur bólga, það er slæmt ef bólgan fyllir uppí pinnan, þá eru meiri líkur á höfnun, þá er gott að taka inn bólgueyðandi lyf eins og voltarin eða íbúfen athugið að þessi lyf er líka verkjastillandi og skal því aldrei taka inn meira en leiðbeiningarnar leyfa, en hvað gerum við þá ef lyfin hafa ekki nóg áhrif á bólguna, í þeim aðstæðum hef ég notað bólgueyðandi gel/krem þau virka staðbundið, ekki á allan líkaman ef það berst ekki í sárið. Þessi kerm eru ekki ætluð á opin sár svo passið að láta þau ekki komast í sárið, aðeins á svæðið í kring.
Ef bólgan fyllir uppí pinnan of lengi en virðist ekki vera mikil eða ef bólgan er mikil og vill ekki hjaðna, þá er gott að leita til gatara síns, þá er möguleiki á því að gatið sé of stórt. Gatarinn sjálfur finnur réttu aðferðina til að ráða bug á því, hvort það sé að stinga aftur eða setja lengri pinna í.
Ef upp kemur sýking er betra að taka úr gatinu og prufa aftur, því lengur sem pinni er í sýktu gati því meiri verður örvefurinn. Það er ekki hægt að lækna sýkingu með spritti eða öðru sótthreinsandi. Þannig efni eru aðeins til að hindra sýkingar, endilega hreinsið pinna og lokka með þannig efnum en ekki allir þola þau til að hreinsa götin með, þessi efni eru ertandi og geta valdið þurk.
Ég er með þessa týbisku ljósu, viðhvæmu húð og get bara talað fyrir sjálfa mig og ég dæmi ekki þessa aðferð til hreinsunar líkamsgata fyrir þá sem þola hana.
Þakka lesturinn og vona að þessi litla grein hjálpi til.