Mín húðflúr og götunar saga byrjaði mjög snemma, einhvað um 3 ára aldurinn þegar ég fékk göt í eyrun. Þegar ég var 5 ára heimtaði ég svona dinglandi lokka og fékk það eftir smá þras, ekki leið á löngu þegar ég var úti að leika mér að annar lokkurinn kræktist í rennilás og gatið rifnaði, lokkarnir voru tekinir úr og götin gréru. Um sjö átta ára aldurinn vildi ég fá aftur því vínkona mín var að fara fá sér sín fyrstu göt, við bjuggum á vestfjörðum og eini staðurinn sem gerði göt í eyru þá var bara apótekið, þar sem náttúrulega afgreiðslu konurnar skutu í.
Þegar ég kom í apótekið með mömmu og vínkonu minni þá tók mamma bekkjar systur minnar við mér og hún skaut. Það voru ör eftir fyrstu götin á sneplunum og hún þorði ekki að sjóta í þau svo lobe gotin mín eru svoldið asnalega staðsett, allavegna þá fékk ég skotlokka með bláum steinum því blár er liturinn fyrir september (þegar ég á afmæli) vínkona mín fékk tópas fyrir nóv. (það er svona drappaður litur)
Allt hefur gengið vel með þessi göt og ég er enn mað þau og ég held þau munu aldrei gróa.
Næsta gat sem ég fékk var ekki fyrr en ég var 12 ára. Ég var nýflutt í bæinn og var ein í kringlunni því við fluttum um sumar og ég kynntist eingum fyrr en skólinn byrjaði (fyrir utan einni stelpu sem var ári yngri en ég en hún var að flytja til austurríkis, sem er allt önnur saga) já ég var sem sagt ein og uppgutaði Kiss sem var á 3 hæðinni þá og var að skoða allskonar lokka og langaði allt í einu rosalega í gat í nefið, ég hljóp í næsta peningasíma og hringdi í mömmu, hey ég fekk leyfi!! Fór aftur upp og kallinn sem á Kiss skaut í mig, en það gat hvarf sumarið eftir, ég var í heimsókn hjá vínkonu minni sem var flutt til Akranesar og þegar ég var komin heim var gatið gróið.
Núna kemur smá pása á göt og næst í röðinni var tattoo, ég var 14 ára þegar ég og vínkona mín sem var ári eldri löbbuðum inn hjá honum Helga heitnum og fengum góðar mótökur hjá konunni hans sem lagði okkur lífsreglurnar varðandi tatto, ekki bara fá okkur einhvað heldur einhvað sem við værum alveg vissar um að vilja hafa á okkur alla ævi og bannaði mér að fá mér kínatáknið F sem ég var búin að velja því það var svo flott, ég er þessari konu rosalega þakklát að hafa gefið af sér smá tíma í að leiðbeina svona stelpu rófu eins og ég var sérstaklega fyrir að hafa talið mig af því að fá mér kínatákn :)
Við eyddum heilum degi að fara yfir möppur og ég endaði á því að velja mér sól sem ég vildi á upphandlegg, vínkona mín valdi sér kínatákn á herðabalðið sem ég bara man ekki hvað merkir lengur.
Við mættum aftur daginn eftir og ég var fyrst, eftir að vínkona mín heyrði hljóðið í vélinni hætti hún næstum við en ég fékk hana til að drífa sig í þessu.
Eftir þetta fékk ég viðurnefnið XXXXXX Sól, mínar nánustu vínkonur kalla mig það enn :D
Árið eftir þetta langaði mig í gat í naflann, ég frétti af einhverju studioi í Kóp sem hét Viking stúdio, ég fór þangað bara ein og þar var ég stungin í fyrsta sinn og ÁI hvað það var vont.
Ég reyndi og reyndi í næstum ár að láta þetta gat tölla og gróa en ekkert gekk, ég kenni bæði röngum upplýsingum um umhirðu um og því að gatið var of stórt. Það eina sem mér var sagt að gera svar að skola gatið í satlvatni 2 á dag, mér var ekki sagt að það skipti máli að saltið sé sjávarsalt og mér var ekki sagt neitt um hlutföll og balndan sem ég gerði var alltof sterk. Eftir ár af þolinmæði var þetta komið á alvarlegt stig höfnunar og gatið hafði minnkað um helming og mikil sýking var komin, ég gafst upp og tók lokkin úr, í dag er ég með rosalega ljótt ör, en eingar áhyggjur ég lærði mikið af þessu.
Sérstaklega að frekar að taka úr og reyna aftur ;)
Já ég ætla ekki að fara mikið út í umönnun gata eða húðflúra hér, geymi það efni í aðra grein.
16 eða 17 fékk ég mér annað tattú, ægishjálm á ristina og hefur þetta tattú rosalega merkingu fyrir mig, eftir líkamsárás 2 árum áður heillaði galdurinn mig og ég sló til, Ég fór til Fjölnirs sem var þá á JP Tattoo og borgaði 15 þ ég er enn mjög ánægð með verkið, mjög vel gert.
Ég var allavegna orðin 17 þegar ég fór fyrst til Sessu (þá nýbyrjuð) og fékk mér í augnabrúinina, fyrsta tilraun gekk ekki vel og það þurfti að stinga aftur, fljótlega kom annað böbb í bátinn því kúlan á pinnanim sem ég fékk töldi illa á og datt pinnin úr 2-3 dögum eftir meðan ég svaf og gatið gréri, ég fór aftur til Sessu sagði henni hvað hafði skéð og hún stakk bara aftur fyrir mig ekkert mál og allt var í fínasta lagi, gatið gréri rosalega vel enda fékk ég einhvað efni hjá henni, veit ekki hvort það hafi verið BPA þá.
Þetta gat var ég með yfir sumarið 2003 og hálfan veturinn, en á nýársmorgni 2004 vaknaði ég eftir besta fyllirí lífs mín (enn í dag) og kodinn minn allur í blóði, ég hlóp í spegilinn og augnabrúnin var eitt storknað blóð og opið sár þar sem pininn eitt sinn var, einhverstaðr í mókinu kvöldið áður hafði gatið rifnað og ég svo full að ég fann ekki fyrir því (yeas I like my booze) reyndar þá man ekki eftir helmingum sem gerðist þetta kvöld.
18 ára var vínkona mín nýbúin að eignast lítin strák og í einu góðviðrinu einn daginn áhváðum við að skreppa með hann á laugaveginn og þar með fara með hann einhvað út að ráði. Fjölnir og Búri voru þá nýbúnir að koma upp nýrri stofu og við kíktum inn. Ó shit það hefði ég betur átt að sleppa, ólýsanlega sterk löngun í nýtt tattú braust út og ég bantaði tíma þann daginn og fékk þann tíma strax, ég þurfti bara að bíða svoldið, vínkona mín hringdi í barnsföður sinn og hann kom að sækja prinsinn svo hún gæti verið þarna með mér að velja og svona. Við biðum í um 3 tíma og horfðum á Fjölni drekka bjór eftir bjór, mér fannst einhvernveginn ekkert óvenjulegt, enda vissi ég ekki að einn daginn að ég yrði Al-anon-ari.
Ég valdi dreka úr möppunni og vildi skella honum á hálsinn, stensillinn var skelltur á mig og ég samþykkti, en ég fattaði ekki að þetta var ekki rétta myndin. Í bílnum á leiðinni heim sagði en önnur vínkona mín sem hafði komið til okkar “þetta er ekki rétt myndin” ég bara HA!!! Og var með hjátslátt á leiðinni heim.. Ég stökk í spegilinn og þá tók ég eftir að þessi dreki var alveg eins nema að halinn lykkjaðist öðruvísi, halinn á drekanum sem ég valdi myndaði þrumu á meðan að halinn á þessum kom í spíral, ok, ég róaðist og starði lengur, svo fór mér að finnast þessi dreki einhvernvegin flottari, svo mikið kvenlegri. Já “guðs vegir er órannsakanlegir” :D Ég er bara enn þá ánægðari með þennan dreka.
Svo tekur við langt frí frá þessum hlutum og núna í sumar 21 árs gömul þá byrjaði löngun að koma aftur í fleirri göt og tattú, mig hafði reyndar mjög lengi langað í monroe-gat en gat það ekki vegna vinnu þar sem ALLIR skart gripir voru bannaðir (reyndar svoldið fyndin saga á bakvið það, fyrir nokkru fékk fyrirtækjið sem ég vann hjá símhringingu frá Belgíu, það hafði komið með tungulokkur í einni pakkningunni, sem er ekki girnilegt þegar um matvæli er að ræða:) svo loks þegar eftir að ég vann minn seinasta dag dreif ég mig til Sessu og fékk mér monroe og targus og núna í haust mætti ég aftur til hennar og skellti í mig öðru pari af lobe götum.
Já þakka ykkur fyrir lesturin vonandi var þetta áhugaverð lesnig. Næst á dagskrá hjá mér er hálf-ermi og VHC sem kemur vonandi með sumrinu.