Áfram held ég að skrifa um fólk sem lætur tattoo-era sig einhvað mikið.
Hef áður skrifað um mest tattoo-erustu konuna og Lizzard man sem breytti
sér í eðlu.
Nú er komið að “Catman”. Manninum sem hefur breytt sér í kött, eða tígur.
Er hann frægur fyrir nöfn svo sem Catman, tiger man og allskonar öðrum nöfnum
En vill hann samt helst vera kallaður “Stalking Cat”.
Og hér er saga hans.
Stalking cat (eða Dennis Abner) byrjaði á umbreytingunni sinni í kringum 1980 eða þegar hann var
23 ára gamall. (Nú 47)
Eftir að hafa lifað sem tæknimaður í kafbátum hjá hernum.
Settist hann að lokum að í San Diego sem tölvusérfræðingur og byrjaði
að umbreyta sér sem leiddist að því hvernig hann lítur út daginn í dag.
Hann byrjaði á því að tattoo-era á sér augun og var það fyrstu ummerki um breytingu hans.
Eftir það, þá fóru húðflúrin að steypast á hann smátt og smátt.
En ekki eru það aðeins húðflúrin sem gera hann að ketti, heldur lét hann breyta ýmislegu öðru.
Hann lét taka allar tennurnar úr sér og setti í staðinn tennur sem minntu frekar á ketti.
Hann lét skera efri vörina í tvennt til að líkjast munni kattarins og lét gera 18 göt í efri
vör sína til að geta haft veiðihár.
Hefur hann einnig gert aðgerðir á nefi, augabrúnum og látið sílíkon í höku, kynnar og efri vörina.
Eyrun hafa líka breyst, og var þau gerð svona oddalagaðar, eins og kettinir okkar eru með.
Stalking cat segist ekki hafa tölu hvað þessi umbreyting hafi kostað hann, en er giskað að það sé
meira en 200.000 dollarar. Og sér hann ekki eftir einum “eyri”.
En hvað sársauka varðar, þá svarar Stalking Cat að sársaukinn var auðvitað mikill, en það skiptir litlu
máli, því þetta er hann. Og þetta mun hann vera.
Maðurinn sem er á bak við þessa breytingu hjá kettinum er enginn annar en Steve Haworth.
En er hann frekar frægur í sinni grein, með að “breyta” fólki.
Hægt er að sjá hluti eftir hann (meðal annars Stalking cat) á heima síðunni hjá honum
www.stevehaworth.com
Og planið hjá Stalking cat er að tattoo-era restina af líkamanum í tígra líki og vill hann
láta einhverja stál bita í hausinn svo hann geti fest eyrun við þá. (Sjálfur fatta ég þetta ekki alveg)
Held að þetta sé allt í bili, nema þið viljið heyra einhvað meira um hans líf. S.s ekki um breytinguna hans
En lífið hans er í stuttum orðum, honum gengur vel. Og allir þarna bjóða hann velkominn hvert sem hann fer.
Lítil síða sem hann er víst með
www.stalkingcat.net
Bambi kveður.