George Reiger Þar sem ég er Disney fan, vill ég prufa að skrifa einhvað um
aðal Disney fan-inn sem til er á þessari plánetu.
Og er það enginn annar en George Reiger.

Ættla ég að reyna að cut-a allt þetta Disney efni sem tengist húsinu
lífstílnum og allt það, og reyna aðeins að fjalla um tattoo-in hans.

George Reiger er frægur fyrir sín tattoo (og lífstíl) og hvert sem hann fer
tekur fólk eftir honum, út af öllum þessum flottu tattoo um.

Hann ber yfir 1575 tattoo og fjölga þau stöðugt. Sem gerir það að 87% af líkama
hans er þakið af Disney tattoo-um.
Og mun hann vera sá eini sem hefur fengið leyfi frá Disney um að tattoo-era á sig
allar þessar myndir.

Allavega, George Reiger fékk sér sitt fyrsta tattoo aðeins 18 ára gamall og
var það Mikki Mús. Og var það tattoo tekur úr “Fantasia”, þar sem Mikki Mús
er töframaður.
Er það líka hans uppáhalds tattoo, enda er George Reiger töframaður.
En hefur hann yfir 119 mismunandi Mikka Mús tattoo út um allan líkama.

Tattoo-in hans hafa nú ekki kostað lítið, enda er fjölda mikill af tattoo-um.
En giskar George Reiger að heildar kostnaður á þessum tattoo séu í kringum 100.000
dollurum, eða rúmlega 6.281.000 íslenskar krónur (mælt með genginu 10.1.2008).

Þegar það er spurt hann hvaða staði hann mundi ekki vilja tattoo-era á, svarar hann að
Hendur og andlit séu þeir einu staðir sem bannað væri að tattoo-era á.
Vegna þess að hann er töframaður, og þarf víst þessa hluti til að vera venjulega.

En eftir alla þessa breytingu sem er búið að taka meira en 30 ár segir George Reiger
að það sé enn sárt að fá sér tattoo, og reynir hann oftast að glápa á vegginn meðan á þeim stendur.
Sem þýðir basicly að hann hefur glápt á vegginn í eflaust meira en ár.

Hljómar kannski sorglegt, en vel þess virði.

Það er mjög erfitt að finna fleirri svör við spurningum frá honum sem tengjast tattoo-um
því er hann aðalega frægur fyrir húsið hans, lífstíl og bara fyrir að vera Disney fan #1.
Meiri segja Walt Disney fjöldskyldan hefur skráð hann sem Disney fan #1.

Ég ættla bara að stoppa hérna, áður en ég rústa öllu.
Og vonandi takið þið þennan kappa til fyrirmynda, því ÞÚ ert aldrei of gamall/gömul til að
dýrka Disney ! - Teiknimyndir ! eða hvað sem er.

George Reiger - Respect!
www.disneytattooguy.com <– Síðan hans.

Kveðja
Bambi.