planið var bara tekið á Tribal þar sem ég einfaldlega nennti ekki að spá í að finna eitthvað spes. (ég bara ÞURFTI að fá mér tattoo!!)
Ákváðum við Svanur að covera yfir mitt fyrsta tattoo (það sem hann setti á mig þegar ég var enn í 10. bekk)
og var byrjað að teikna kl. 11 í morgun
og eftir smá pælingar fram og aftur, bætingar, styttingar, samræður og niðurstöður þá var komið að þessu.



Eftir tæpa 3 tíma var svo ákveðið að setja bremsuna á sessionið þar sem aðrir þurftu að komast að :Þ
Niðurstöðurnar voru að eftir á að fylla inn í handakrikann á mér og verður það vonandi gert strax 2. feb áður en ég flýg út til Danmerkur
en hér er afraksturinn.



Ég er tiltölulega sáttur með þetta. Fannst kominn tími á að skella tribal í stað fyrir allar skugga og Tilfinninga-flúrin.
Kv. Rattata
Bro's before Ho's