Eftir símtal seinni parts fimmtudags fékk ég tíma hjá honum Svan í Tattoo og Skart en hann hefur einmitt flúrað mig frá því ég var sextán ára gamall.

planið var bara tekið á Tribal þar sem ég einfaldlega nennti ekki að spá í að finna eitthvað spes. (ég bara ÞURFTI að fá mér tattoo!!)

Ákváðum við Svanur að covera yfir mitt fyrsta tattoo (það sem hann setti á mig þegar ég var enn í 10. bekk)

og var byrjað að teikna kl. 11 í morgun

og eftir smá pælingar fram og aftur, bætingar, styttingar, samræður og niðurstöður þá var komið að þessu.







Eftir tæpa 3 tíma var svo ákveðið að setja bremsuna á sessionið þar sem aðrir þurftu að komast að :Þ

Niðurstöðurnar voru að eftir á að fylla inn í handakrikann á mér og verður það vonandi gert strax 2. feb áður en ég flýg út til Danmerkur

en hér er afraksturinn.







Ég er tiltölulega sáttur með þetta. Fannst kominn tími á að skella tribal í stað fyrir allar skugga og Tilfinninga-flúrin.

Kv. Rattata
Bro's before Ho's