Ég fór í timann minn í dag til Vincents þar sem fyllt var uppí hægri vænginn. Vincent að vísu góður á því og ætlaði sér að fylla uppí báða, en ég var ekki alveg að leggja í það þar sem mig langar nú að geta notað aðra öxlinni í t.d. að bera skólatösku…
Mér fannst það miklu sársauka minna að láta fylla uppí helduren að láta gera útlínurnar sjálfar. Reynar stóð ég sjálfa mig að verki nokkrum sinnum þar sem þetta var nánast svo sársaukalaust að líkaminn var vel slappur og rólegur og barasta ekkert að pirra sig af þessu “áreiti”.
mig er farið að hlakka svo til þegar þettað verður fullkomnað. Sá dagur sem þetta loksins klárast verð ég sko fljúgandi for real.
En það að verkið klárast þýðir að það styttist í að ég sýni foreldrum mínum hvað ég er búin að gera. Þettað er mjög fyndin tilfinning að vera orðin 26 ára gömul, hafa ekki búið hjá foreldrum mínum í 8 ár en samt vera kvíðin fyrir því að segja þeim frá þessu tattoo-i. Því jafn mikið og mér finnst að ég sé að fá part af mér sem vantaði veit ég að ég mun mæta skilningsleysi frá þeim, og þá sérstaklega mömmu minni. En er það ekki þessvegna sem við elskum foreldra okkar, við skiljum þau oft ekki og þau ekki okkur en saman reynum við að komast yfir það…?
Mér fannst það líka soldið skondið þegar Vincent ráðlagði mér að há mér ekki fleiri tattoo á hendurnar þar sem honum finnst vængirnir fara mér svo vel að það mundi skemma heildar myndina. Ég var afskaplega ánægð með þetta fallega hrós frá honum en var löngu búin að ákveða það að fá engin tattoo á hendurnar, sérstaklega eftir að vængirnir eru komnir. En ég alveg sammála Vincent þar að það mundi skemma þá mynd sem ég er að sækjast eftir.
En ég er líka svo fötluð í augnablikinu, meðan ég er svona sár og aum. Ég þarf yfileitt hjálp við að fara í og úr að ofan, en það er aðstoð sem kallinn minn veitir með glöðu geði :oþ
Nú læt ég þetta duga í bili, en bíðið bara eftir spassakastinu sem ég tek þegar ég sendi inn næstu grein og tattoo-ið þar með fullkomið (fyrir utan fín pússunar session).
En mig langar samt að þakka öllum fyrir frábær komment, hlýjan hug og hamingju óskir sem ég fengið frá ykkur hér á huga. Það gerir þetta ferli svo miklu skemmtilegra og sykursætara að fá öll þessi fallegu hrós frá ykkur *kossar og knús*
XxX
Sleepless