Ég er búin að vera á leiðinni í rúmt ár að láta laga þetta og Vincent var að byrja bara í gær.
En svona er það bara skyndiákvörðun í útlöndum um að fá sér tattoo, þar borgaði ég 13000 fyrir tattoo-ið. Síðan kostar tíminn hjá Vincent 12000, þannig að það er miklu dýrara að laga þetta en upprunalega verðið.
En myndin af lagfæringunni kemur inn á myndakorkinn, eða byrjuninni á henni. Það er smá tilraunarstarfsemi í gangi. Vincent ætlar að lýsa allt tattoo-ið upp, og skyggja síðan yfir það. Ég á tíma aftur eftir 2 vikur, þá klárum við highlightið. Síðan verður allavega 1 session eftir það. Um leið og hann byrjaði á þessu, sagði hann við mig að þetta mundi líklega taka lengri tíma en hann bjóst við.
Framhald væntanlegt eftir 2 vikur :)
Diamonds arn´t forever….. Dragons are