Til hamingju!
Þegar ég var 14 stóð ég fyrir því sama fór með 4000,-krónur til Helga og fékk mér sætt lítið tákn sem þýðir sál(var þá nýlega búin að missa 2 manneskjur sem mér þótti vænt um) Og ég elska litla kínverska táknið mitt í dag, jafnvel þó ég mundi fá mér eitthvað allt annað í dag. Og ekki á herðablaðið.
En ég mæli með að þú pælir í staðsetningu, ekki skemma stórt fallegt svæði með pínuulítilli mynd, ef þetta er lítið tattoo mæi ég með t.d. á ökla eða únlið.
En tattoo má alltaf stækka og breyta, veldu það sem þér finnst flott og vertu sáttur við þá ákvörðun er líklega besta ráðleggingin sem ég get gefið þér.
Jón Páll og Búri -Íslenska tattoo stofan
eða
Vincent -Tattoo69
Þeir þrír standa upp úr hjá mér sem bestu íslensku tattoerarnir og eru allir góðir listamenn, með ólíkan stíl
Gangi þér vel, og njóttu alla ævi
Diamonds arn´t forever….. Dragons are