Þá er hendin mín kláruð að mestu. Það sem eftir er, er lagfæring á svæðum þar sem hefur kroppast úr og mun ég fara á næstu dögum á House of pain til að láta laga. Einnig endar þetta við olnboga þannig að ég get alltaf bætt við og hver veit nema ég láti gera það einhvern daginn…
Þetta ferli endaði skemmtilega en seinasta session-ið var gert 9. júní á Tattoo ráðstefnunni á Grandrokk. Mjög skemmtileg upplifun! Tilfinningin að láta flúra sig á svona stað fyrir framan fullt af fólki er ólýsanleg. (fyrir utan óþægilega mikinn hita)
Þetta er í annað sinn sem ég hef upplifað svona og þetta verður gert að árlegum viðburði hjá mér ;) Mæli hiklaust með þessu!
Annars er ég ótrúlega ánægð með hendina mína. Hún er mikið fallegri og litríkari en ég hafði ímyndað mér og svo hefur hún vakið mikla athygli almennings bæði hér heima og í Þýskalandi.. Fólk hefur verið að stoppa mig úti á götu, spurt spurninga og tekið myndir… Svolítið skrítið en samt skemmtilegt fyrir egóið :þ Hehe
Fólk hefur tilkynnt mér að þetta sé frægasta hendin á Íslandi og ekki óraði mig fyrir því að svona margir vissu um þetta! Sverrir hefur líka ábyggilega hjálpað til við þetta en hann skellti mynd af hendinni á mér á nafnspjaldið sitt og svo prýðir hún hluta af glugganum og veggjunum á stofunni hans! Kallið mig egóista ef þið viljið en hverjum myndi ekki finnast þetta gaman! ;) Hehe….
Samtals hef ég setið í stólnum í 22 og hálfan klukkutíma með þetta half sleeve og var það algjörlega þess virði! Óþæginlega, skemmtilegur sársauki og skemmtilegur félagsskapur þeirra félaga Sverris og Jason skemmdi ekki fyrir ;) Fyrsta sessionið var gert 27. október 2006 og fór ég að meðaltali einu sinni í mánuði í session þar til í júní á þessu ári. (stundum oftar).
Þetta hefur verið rosalega skemmtilegur tími og gaman að sjá breytingarnar eftir hverja umferð..
Fleiri tattooplön eru strax komin á blað.. Fyrst mun ég láta Jason gera “cover-up” á bakið á mér (yfir kínatáknið) og svo mun ég færa mig yfir á hina hendina og láta gera full sleeve á hana ;) Fíknin hættir aldrei…. Hver veit svo nema ég fái mér einhver flúr sem eru algjörlega óplönuð fyrirfram.. Ég hef nú gert það áður ;)
Ég vil síðan enda þessar session greinar mínar á að þakka Sverri fyrir allt!!! Hann er frábær…… Og ykkur fyrir öll góðu commentin á greinarnar og myndirnar :þ
(Nýrri mynd er væntanleg)
Miss Ego kveður að sinni :)