Loksins, loksins er komið framhald á erminni minni. Veikindi og frí hafa frestað tímum þrisvar sinnum en upphaflega átti ég tíma í session 7 þann 12. mars.
En það var líka allt í lagi vegna þess að þá hafði ég meiri tíma til að undirbúa mig! :/ Planið var nefnilega að ráðast á upphandlegginn undir með einni mynd.
Ég settist í stólinn í dag (5. apríl) kl. 16:00. Sverrir og Jason öfunduðu mig ekki neitt og til að mér myndi líða sem best þá spreyjaði Sverrir mig með deyfispreyi, setti plastfilmu yfir og beið í ca 15 mín. Man ekki alveg nafnið á efninu en þetta var e-ð “cain”… Það kom mér á óvart hvað þetta virkaði vel og fann ég lítinn sársauka í svona 45 mínútur. En ég fann líka alveg ROSALEGA mikið til þegar deyfingin fór…
Myndin “Drips” eftir Ryden (auðvitað) varð fyrir valinu og tók Sverri tæpan 1 og hálfan tíma að flúra hana áður en ég gafst endanlega upp! Jebb, maður er ekki eins harður þegar kemur að þessum stað.. ;) Sársaukinn var orðinn svo mikill og ég var orðin mjög pirruð og eirðarlaus í stólnum þannig ég varð að biðja hann um að hætta. Enda rosaleg erting á einu svæði. Það var vont þegar hann þurrkaði með pappír og viðbrögð líkamans við sársaukanum var að kippa hendinni í burtu ósjálfrátt.. En það er sem betur fer ekki mikið eftir. Á bara eftir að skella smá lit í augun og lita blóðið rautt. Allar línur (þessar fáu) eru komnar ásamt skyggingum og fjólubláum lit í andliti og hálsi. Ég fer þegar þetta er gróið og læt hann klára. Efast um að það séu meira en 20 mín. eftir. ;)
Þessi mynd ásamt reyndar öllum hinum stelpunum eru frekar erfiðar og það er alltaf verið að fara aftur ofan í sömu línur. Húðin og svæðið sem er verið að flúra er því mjög aumt og mikill sviði fylgir.
Ég viðurkenni fúslega að þetta er sá allra versti staður sem ég hef látið flúra mig á og þar með er ristin komin í annað sæti.. :þ Haha!
Nóg af kvarti og kveini.. :þ
Ég sendi inn mynd á næstu dögum þegar batteríin í myndavélinni minni hafa hlaðist. Myndin sem fylgir hér með er af flúrinu þegar stensillinn var komin á.