Þá erum við búin með session 6.. Mætti í morgun um klukkan 11:00 og nálin fór inní húðina klukkan 12. Ég hlakkaði rosalega til þessarar umferðar vegna þess að þá var gerð ein af mínum uppáhalds fígúrum úr myndum Rydens, skærgræna beinagrindadýrið úr myndinni “Slayer”. Það er staðsett undir stelpunni á býflugunni og tók rúman klukkutíma að flúra það. Litirnir eru gjörsamlega geðveikir að mínu mati og voru notaðir 4 litir í hana: Svartur, gulur og 2 gerðir af grænum (lime og dökkgrænn).
Einnig gerðum við eitt stykki kanínu. Kanínuna sem er upphaflega að draga stelpuna í hjólastólnum (Jessica’s hope). Við breyttum litunum og útkoman er mjög flott.. Upphaflega er hún ljósbleik, hvít og rauð með rauðri slaufu en á mér er hún dökkbleik og ljósbleik með blárri slaufu. Mun auðveldari en beinagrindin, ekki mikil smáatriði og tók einungis 20 mínútur að flúra hana.
Næsta session er ákveðið um miðjan mars en þá munum við flúra seinustu stelpuna og jafnframt seinustu myndina í þessari ermi. Það verður HELL enda staðsetningin undir upphandleggnum aðallega.. Ég bít bara á jaxlinn! ;) En viðurkenni þó að ég kvíði svolítið fyrir..
Eftir það er mikil dútl vinna en þá förum við í það að fylla í eyður með blómum og fíneríi og svo gerum við bakgrunn!
Jahá, þetta fer að verða búið bara…