Orðalisti - Líkamsgöt Vegna fyrirspurna sem ég hef fengið þá hef ég ákveðið að taka saman nokkur heiti yfir piercing (líkamsgöt) og reyna eftir bestu getu að útskýra bæði með orðum og myndum (aðallega myndum þó) um hverskonar piercing er um að ræða. Fólk sem hefur kynnt sér þennan lífstíl eitthvað notar þessi heiti mikið og þá eru einhverjir ekki eins sjóaðir sem skilja ekkert hvað er verið að tala um..
Hér hef ég tekið nokkur algeng fyrir og því sem ég man eftir og endilega bætið við ef ykkur finnst vanta. :)

Líkamsgöt í andliti

Bridge – Pinni á milli augnanna. Situr á skinninu efst ofan á nefinu.
Cheek – Pinni í gegnum kinnina.
Eyebrow – Augabrúnagat.
Labret – Gat í vör (oft frekar neðarlega á milli neðri varar og höku)
http://www.piercing.com/images/piercings/real/labretvert4.jpg
]Labret (vertical) – Gat sem byrjar fyrir neðan neðri vör og endar ofan á neðri vörinni http://www.piercing.com/images/piercings/real/lippenband1.jpg
]Lip frenulum / Smiley – Gat í haftinu undir efri vörinni.
Madonna / Monroe / Marilyn – Gat til hliðar í efri vör og lítur oft út eins og fegurðarblettur.
Medusa – Gat í miðjunni á efri vör. (á milli nefs og varar)
Nostril – Gat í nasavæng.
Septum – Gat í miðnesi í nefi).
Tounge – Gat í tungu.

Göt í eyrum

Lobe – Venjulegt gat í eyrnasnepli. Algengt er að fólk noti þessi göt til að búa til tunnel.
Helix – Oftast staðsett í efra parti eyrans og er stungið í gegnum eyrnabrjóskið ofarlega.
Inner conch – Gat neðarlega í eyrnabrjóski. Veit nú ekki hvað þessi staður kallast á íslensku en þetta er eitt að þeim götum sem mig langar að fá mér. Finnst þetta mjög flottur staður.
Outer conch (antihelix) – Þetta er á svipuðum stað og venjulegt helix bara aðeins neðar í brjóskinu.
Daith – Ég get ímyndað mér að það sé frekar erfitt að gera þetta gat þar sem svæðið sem er gatað er bæði þykkt brjósk og mjög lítið.
Industrial – Þetta er í raun 2 helix göt ofarlega í eyrnabrjóski sem er tengt saman með löngum lokki (oft bara venjulegum tungulokki).
Orbital – Ef tvö göt eru tengd saman með hring þá eru þau kölluð orbital.
Rook – Svipað og Daith en ábyggilega auðveldari staður, meira skinn til að gata.
Tragus – Gat í gegnum litlu “eyrnatotuna” fyrir ofan eyrnasnepilinn.

Líkamsgöt frá hálsi og niður að mitti

Navel – Venjulegt naflagat.
Nipple – Bara eins og orðið gefur til kynna, geirvörtugat.

Ég ætla ekki að fara mikið útí kynfærapiercing en hér eru heitin á þeim helstu:

Kynfæragöt kvenna

Christina
Fourchette
Inner labia
Outer labia
Clitoral hood (horizontal / vertical)
Clitoris
Princess Albertina
Pupic (telst samt eiginlega til surface gata)
Triangle

Kynfæragöt karla

Ampallang
Apadravya
Dydoe
Frenulum
Guiche
Hafada
Foreskin (forhúð)
Prince Albert
Pupic (telst samt eiginlega til surface gata)

Surface líkamsgöt

Þetta eru göt sem hægt er að gera nánast hvar sem er á líkamann og þau kallast surface þegar þau tilheyra ekki þessum venjulegu stöðum sem eru gataðir.
Þessi göt eru mjög lengi að gróa og hjá sumum gróa þau aldrei. Það þarf að nota sérstaka pinna í þessi göt og oft hafnar líkaminn þessum lokkum. Því má segja að þessi göt séu oft frekar óhentug og leiðinleg þótt mörg hver séu flott ;)

Algengir surface staðir eru:
Madison – Háls
Sternum / Cleavage – Brjóst (á milli brjósta)
Wrist – Úlnliður
Verical bridge – Enni
Pupic – Fyrir ofan kynfæri

Endilega bætið við fleiri götum ef þið vitið um og ef þið vitið e-ð mikið um eitthvað gat þá endilega deilið því með okkur hinum :)