Til að byrja með þá ætla ég hér með að byðjast afsökunar á mikilli fjarveru minni frá þessu frábæra áhugamáli og ætla ég fyrst að koma með ástæðuna fyrir henni áður en þið getið farið að njóta greinarinnar. Þannig er mál með vexti að þegar skólinn byrjaði var ekkert verið að tvínóna við hlutina og pressa sett á okkur með ritgerðum og öðrum miður skemmtilegum verkefnum, þannig að lítill tími gafst til að einbeita mér að huga vegna þess að ég læt nám mitt koma á undan Huga eins og vonandi allir myndu gera sem væru í minni stöðu. En núna þegar kennararnir eru komnir úr þessum brjálaða og sadíska verkefna og nemenda-kvala ham þá get ég loksins farið að beina athygli minni að Huga jafnt og skólanum og ætla ég hér með að byrja tveggja greina syrpu um hina ævafornu og virtu japönsku húðflúr list Irezumi.
Orðið Irezumi
Japanska orðið Irezumi þýðir einfaldlega innsetning bleks sem á að sjálfsögðu við hina skemmtilegur og skrautlegu list húðflúrunar.
Saga Japanskra húðflúra
Húðflúrun sem hefur þjónað andlegum og skreytingar tilgangi í Japan má rekja aftur til Jomon tímabilsins eða fornsteinaldarinnar (sem er sirka 10000 fyrir Krist). Sumir fræði menn hafa sagt að hinar auðkenndu línur sem hafa varðveist á fornleyfum manna frá þessum tíma hafi verið húðflúr, en þessi ágiskun eða niðurstaða sumra fræðimann hefur ekki verið samþykkt einróma meðal allra fræðimanna. Samt sem áður eru líkindi með þessum línum og með húðflúrunar hefðum frá sama tímabili annars staðar í heiminum.
Og á Yayoi tímabilinu (300 f.k. – 300 e.k.) vöru húðflúr hannanir skoðuð og varðveitt meðal Kínverskra gesta. Vegna þess að þess konar húðflúr voru talin hafa andlegt eða trúarlegt mikilvægi sem og að flúrin sýndu stöðu einstaklingsins sem bar þau.
En á Kofun tímabilinu (300 – 600 e.k) byrjuðu húðflúr að fá á sig vonda skírskotun. Og í stað þess að vera notuð í trúarlegum tilgangi eða til að sýna vald og stöðu þá voru húðflúr notuð til að merkja glæpamenn (líkt og var gert í Róm til forna þegar ýmis slagorð voru flúruð á þræla s.s. “Ég er þræll sem hefur hlaupist á brott frá eiganda mínum”)
Japönsk húðflúr á Edo tímabilinu (1600 – 1868 e.k.)
Þar til á Edo tímabilinu hafði tilgangur húðflúra í japönsku þjóðfélagi gengið í bylgjum. Flúruð merki voru enn notuð sem refsing en húðflúr til skreytingar var komin aftur í tísku – og voru þetta oft húðflúr sem elskendur fengu sér og urðu aðeins heil þegar elskendurnir héldust í hendur s.s. eins og hálf og hálft hjarta en margar aðrar hannanir komu og fóru úr tísku. Og það var á Edo tímabilnu sem að húðflúrs listin byrjaði að þróast út í það sem hún er í dag.
Drifkraftur þessarar stefnu var þróun prent-trékubba og einnig útgáfa hinnar vinsælu kínversku sögu “Suikoden” sem er saga uppreisnar kjarks og hugrekki manna sem sínt var með trékubba myndum af mönnum í hetjulegum senum og líkamar þeirra voru skreittir með myndum af drekum og öðrum ævintýralegum skepnum, blómum, hræðilegum tígrisdýrum og hinum ýmsu trúartáknum. Sagan varð vinsæl á skömmum tíma og eftirspurn eftir húðflúrum eins og mennirnir í sögunni báru varð gríðarleg.
Trékubba listamenn byrjuðu þá að flúra. Þeir notuðu mörg af sömu verkfærum og þeir notuðu til að gera kubba listaverkin, þ.á.m. meitla, holjárn (Áiiiii!!) og mikilvægast af öllu hið svokallaða Nara blek sem eins og frægt er verður blágrænt undir húðinni.
Átt hefur sér stað akademísk umræða um hverjir báru þessi vönduðu húðflúr. Sumir fræðimenn segja að lægri stéttin hafi borið og flaggað slíkum húðflúrum Aðrir segja að ríkir kaupmenn hafi borið dýr Irezumi húðflúr falin undir fötum sínum þar sem að bannað var með lögum að flagga þeim. En það er vitað með vissu að Irezumi var tengt við slökkviliðsmenn, sem báru þau sér til verndunar sem og til fegrunar.
En enn og aftur vil ég byðja notendur sem og meðstjórnendur mína afsökunar á fjarveru minni og framtaksleysi sem að ég veit að þau Prais og Kronoz eru ekki ánægð með.
Næsta grein mín mun koma inn á næstu dögum hvort sem ég verð rekinn (sem er undir meðstjórnendum mínum komið) sem stjórnandi eða ekki, en þangað, til takk fyrir mig.
Kv. Liverpool
Heimild - Wikipedia