Það er komið framhald.. Dammdammdamm! :D
Fimmtudaginn 11. janúar fór ég á House of Pain til að ákveða hvernig framhaldið myndi verða.. Þar sem ég hef lítið sem ekkert hugmyndaflug þá fékk ég Jason Thompson flúrara til að hann restina af sleevinu! (sjá mynd HÉR). En hann er nú að flúra á House of pain, sum ykkar kannast eflaust við hann frá ráðstefnunni seinasta sumar.
Rúmri viku seinna, eða í dag (19. janúar) hitti ég svo Sverri og hann flúraði á mig tvær myndir í þetta skiptið…
Við tókum kanínuna í kassanum úr “The Ecstacy of Cecelia” og settum hana fyrir neðan “Rose” .. Sú mynd tók klukkutíma að flúra enda mikið af litum og details… Einnig gerðum við sorgmæddu kanínuna úr “The Last Rabbit” og settum hana fyrir neðan “Jessica's Hope” vinstra megin.. Það tók einnig klukkutíma að flúra hana.
Við breyttum litunum í sorgmæddu kanínunni aðeins en upprunalega er hún í hvítum búning með gult andlit. Það er alltaf gaman að leika sér með litina í þessum myndum og gerir þær aðeins frábrugðari hinum ;)
Þetta session var nú ekki eins slæmt og hin þrjú.. Ég þoli ekki mikið meira en 2 og hálfan tíma straight í flúri þegar verið er að flúra bara eina mynd með miklum details.. Ástæðan fyrir því er sú að það er sífellt verið að flúra á sama svæðinu og húðin er orðin svo svakalega aum að það er vont bara að koma við svæðið og hvað þá með nál… Þetta orsakar leiða og rosalegan pirring (í mínu tilfelli).
Við vorum 2 tíma í session 4 með tvær myndir og ég hefði léttilega getað haldið áfram… Það er eins og maður byrji uppá nýtt þegar skipt er um stað á líkamanum ef þið skiljið hvað ég á við :) En þar sem eyrun á sorgmæddu kanínunni fara alveg upp í handarkrikann á mér þá bjóst ég við að fara að grenja í orðsins fyllstu merkingu en þetta var nú ekki eins slæmt og ég hafði búist við og ég þraukaði þetta nú alveg .. Ég fann t.d. mikið meira fyrir því þegar hann flúraði kanínuna sjálfa en hún fer að mestu undir handlegginn á mér. En hvað leggur maður ekki á sig fyrir flott flúr!! ;)
Ég á nokkur session eftir ennþá og mun ég reyna að fara oftar í mánuði núna. Það er mikið dund og dútl eftir, litlar myndir munu bætast við smátt og smátt, fullt af blómum og svo mun bakgrunnurinn vera bleikur með hvítum skýjum!
Svo fór ég að hugsa þar sem half sleevið mitt fer senn að verða tilbúið.. Hvað geri ég eftir það?? Ég er viss um að ég eigi eftir að fá fráhvarfseinkenni! Hehe… Ég meina, ég verð þá búin að fara reglulega í tattoo í nokkra mánuði og svo bara allt í einu ekki neitt! Það verður allavega mjög skrítið.. Ætli ég fari samt ekki bara að spá í næsta flúri því ég er sko alls ekki hætt.. Ég á td alla hina hendina eftir og allt bakið og báða fætur! Þó ég sé ekkert búin að ákveða hvort ég flúri þessa staði e-ð ;)
En kemur í ljós! :þ
Kveðja
PraiseTheLeaf