Annað flúrið kom svo á fyrsta ári í menntó 2000, þá fórum við systurnar og fengum okkur sitthvorn drekann, þeir eru ekki eins og ekki á sama stað, minn er framarlega á vinstri ökkla, ekki þessi venjulegi staður heldur aðeins neðar of orlítið framar, þetta var aftur gert af Fjölni. Þetta tók um 45 mín og var nokkuð sárt.
Þriðja flúrið kom svo á 18 ára afmælisdaginn 2001, mamma gaf okkur þau í afmælisgjöf, ég fékk mér verndarrún aftan á hálsinn sem á að vernd mig fyrir illum sendingum. Og aftur fórum við til Fjölnis. Þetta var ekkert sárt og tók ekki nema um 10-15 mín, enda mjög lítið og bara línur
Viku áður en ég varð 18 fékk ég mér gat í tunguna, ég var með það í 4 ár, ég tók það út vegna þess að ég var komin með leið á því og ég var farin að vera hrædd um tennurnar mínar. Þetta var rosalega sárt og mun ég aldrei gera þetta aftur.
Fjórða og fimmta flúrið fékk ég mér í febrúar 2005, og það voru merkin fyrir konu og kall, sem er líka merki fyrir gott og illt á innanverða úlnliðina, ég var búin að vera leita lengi að myndum fyrir gott og ill sem gætu passað þarna, og fann það svo loks í bók sem ég las, vil ekki segja hvaða bók svo engin fari að herma eftir. Þessi voru seinustu sem Fjölnir gerði vegna þess að þau eru bara ekki nærri því nógu vel gerð, tóku ekki nema 10 mín og var nokkuð sárt.
Sjötta flúrið kom svo sumarið 2005, þá gaf ég mömmu í afmælisgjöf (hún varð 62) flúr, hún fékk sér dreka á handarbakið og sér ekki eftir því, henni var búið að langa í þetta í mörg ár og ég ákvað að ýta smá á eftir henni, við fórum til Búra og hann hafði smá gaman af að flúra hana, sagði einmitt að hún væri sú elsta sem hann hefði flúrað, ég fékk mér á sama tíma álf og merkið fyrir sporðdrekann á hægri ristina, það var nokkuð sárt. Tók í það heila 45 mín.
Sjöunda flúrið var gert í september 2006 og var gert af Vincent, ég og kærastinn minn fórum og fengum okkur saman, hans fyrsta, við fengum okkur sömu umgerðina, þetta er hjarta sem er með loga í kring, smá tribal í því, en þau eru ekki eins, mitt er með blómamunstri inní og hans er með celtic munstri, þau eru svo á kálfunum mitt er á þeim hægri og hans á þeim vinstri, þau eru rosalega vel gerð, tóku nokkuð langan tíma, mitt var um klukkutími og hans um 1 og hálfur, og þetta var held ég versti staðurinn hingað til.
Öll mín flúr eru úthugsuð og á þannig stöðum að ég get falið þau, ég vildi það vegna þess að þegar maður er á flottum veitingastað er ekki sértstaklega gaman að vera með dreka á handleggnum við flotta kjólinn, það er mitt val, en mér er samt alveg sama um þá sem vilja sína sín, það er líka flott.
Ég ákvað að senda ekki inn myndir af þeim, vegna þess að þau eru sérstök fyrir mig og ég vil ekki mæta einhverjum ókunnugum sem er með nákvæmlega sama flúr og ég.
Vonandi höfðuð þið gaman af þessu.
Að vera eða ekki vera?…. Er það virkilega spurningin?