Svo kom næsta ekki fyrr en ég var 12 eða 13 man ekki alveg, en þá var komið að naflanum, ég fór á tattoo og skart með mömmu minni. Var búin að plana að vera rosalega “cool” allan tíman og gekk það ágætlega meðan ég sat í sófanum og beið meðan hún sessa var einhvað að stússast þarna á bakvið, en um leið og hún sagði mér að koma, stóð ég upp byrjaði að svima verulega og kaldsvitna. Það tók mig dágóðan tíma að leyfa henni að stinga mig. Mér persónulega fannst það geðveikt vont, og var ég nokkuð lengi eftir á í “adrenalín vímu”
Svo þegar ég var 14 fékk ég þá flugu í höfuðið að fá mér í eyrað aftur, nú í brjóskið þarna helix eða hvað sem það nú heitir, fékk mér tvö hlið við hlið í vinstra eyrað í mebu í kringlunni og það var skotið með byssu, eftir það lá ég inná baði í korter að jafna mig.
Stuttu eftir það langaði mér síðan óeðlilega mikið í nefið. Ég lét verða að því og fór þá í rhodium(stafsetning?) í kringluni, og það var líka skotið, mæli ekki með því. Það leið ekki að löngu að lokkurinn datt úr gatinu og það gréri fyrir, mér til mikillar mæðu. Fór aftur nokkrum mánuðum seinna á tattoo og skart og sessa stakk í nefið á mér með nál. Ég lá frekar lengi eftir á að jafna mig.
Svo lá leið mín aftur í mebu, lét gata við hliðina á venjulega gatinu í eyranu og þarna uppi í brjóskið, bæði hægra megin, var aðeins fljótari að jafna mig eftir það.
Svo í sumar þá fór ég á tattoo 69 með falsaðan miða, sem átti að vera frá foreldrum mínum, semsagt “leyfi” að ég mátti gata í tragus. Það var ógeðslega vont, og hann var heavy lengi að setja pinnan í þar sem hann var of lítill. Ég bólgnaði strax upp og fekk hræðilega sýkingu og pinnin var byrjaður að hverfa inní eyrað á mér.
Sverrir tattoo aðstoðaði mig við að ná pinnanum úr og hreynsaði vel og gaf mér einhvað krem sem hjálpaði, æðislegur!
Svo fékk ég leyfi hjá mömmu til að gata tragus hinu megin, þar sem hitt var enþá að jafna sig. Þá fór ég til Sessu og gerði hún það með glæsibrag og allt gengur vel þar.
Þá er það komið, vonandi var þetta einhvað gaman.
Nenniru að horfá mig þegar ég tala við þig =C