Þegar ég var yngri þá dauðlangaði mig í göt í eyrun. Ég vældi og vældi, en mamma vildi ekki að ég fengi þau of ung, og sagði að þegar ég færi í sjöunda bekk (sem var elsti bekkurinn í skólanum mínum), mætti ég fá göt. Svo loksins fór ég í sjöunda bekk, og þá sagði mamma að hún hefði átt við að þegar ég yrði 12 ára :p Ég sem er desemberbarn þurfti þá að bíða í nokkra mánuði.
Loksins varð ég tólf ára! Fékk gjafabréf í göt hjá Jóni og Óskari (held að búðin heiti það, skartgripabúð á Laugaveginum). Þar fékk ég fyrstu tvö götin mín.
Fljótt kom í ljós að ég þoldi ódýra lokka illa, og það greri fyrir götin. Ég hafði þá lent á einhverju hræðilegu pari, sem gaf mér sýkingu.
Það var ekki fyrr en á fyrsta ári í Menntó sem ég lét laga þau. Ég fór þá í Mebu í kringlunni. Aðeins viku seinna lét ég setja gat ofarlega í hægri snepilinn, og ég vildi alltaf meira.
Þá beið ég í nokkra mánuði, og fékk mér svo helix vinstra megin. Aftur í Mebu.
Svo leið nokkur tími… 2 og hálft ár. Helixið og gatið í efra sneplinum hafði gróið, og ég vildi láta laga það. Kærastinn minn mældi með Búra á Íslenzku húðflúrsstofunni, og leið mín lá þá þangað. Við það sama tækifæri pantaði ég tíma í mitt fyrsta tattoo :)
Sirka 2 vikum seinna fór ég í það. Djöfulli var ég stressuð! Fékk mér hjarta á brjóstið. Þetta var semsagt síðastliðinn Ágúst.
Um sumarið hafði ég verið á spáni, og fékk mér henna tattoo, hjarta. Mér líkaði svo vel við það að ég ákvað að biðja Búra um að teikna eitt mjög svipað, og ég er ekki frá því að mitt sé bara miklu flottara en henna tattooið ;)
Þar var komið fyrsta tattooið.
Núna síðastliðin föstudag fór ég aftur til Búra, og fékk mér bæði tattoo og gat.
Fyrst þá setti hann rúnir á framhandlegginn minn. Það kom mér á óvart hvað ég fann ekkert fyrir því! Ég var orðin svolítið stressuð þegar ég settist í stólinn hjá honum, en þetta var ekki sárt. Einn stafurinn var óþægilegur, en ekki meira en það!
Svo setti hann gat í augabrúnina, hægra megin. Það var alveg helvíti sárt! Ég hafði einhvernvegin ekki fattað að það er rökrétt að það blæði við svoleiðis stungur, og brá þegar ég sá að þessi bleyta voru ekki tár :p Það blæddi alveg hressilega í smá stund, en allt gengur vel núna!
Hér var talin upp húðflúra og götunarsaga mín. Ég efast þó um að ég stoppi hér, er með nokkra staði á götunar-óskalistanum mínum. Ég hef ákveðið að þegar ég grennist (og ég segi “þegar” af því að ég er þrjósk, en ekki af því ég sé svo dugleg að hreyfa mig), þá ætla ég að fá mér í naflann. Svo langar mig í fleiri í eyrun.
…