Ég ákvað aðeins að fara útí tæknilega og sögulega hlið tattoo gerðarinnar í staðin fyrir persónulega reynslu, og varð tattoo byssan fyrir valinu, ég mun kannski koma með fleiri greinar í svipuðum dúr ef áhugi er fyrir.
Tattoo byssa er tæki sem notað er með höndunum, og á henni er rafdrifin nál sem fer upp og niður og setur blekið inní húðina.
Fyrsta svona byssan var fundin upp af Thomas Edison (maðurinn sem fann upp ljósaperuna), og fékk einkaleyfi á henni árið 1876 sem “sjálfvirkandi prentari”, sem var ætlaður til ígröfunar. En árið 1891 datt Samuel O’Rielly í hug að hægt væri að nota tækið til að koma bleki fyrir í húð fólks með því að gera nokkrar breytingar, og hann fékk einkaleyfi á rör og nálar kerfi sem geymdi blekið og kom því fyrir í húðinni.
En tattoo byssur nútímans eru allt öðruvísi en sú sem O’Reilly fann upp, byssan sem hann fann upp var byggð á snúnings tækni vélarinnar sem Edison fann upp, sem var fyrsta hagstæða vélin sem notaði rafmótor.
Nútíma byssur nota rafsegla. Fyrsta byssan sem notaði rafsegla var fundin upp árið 1891, af Thomas Riley aðeins 20 dögum eftir að O’Reilly fékk einkaleyfi á snúnings byssuna sína. Byssa Rileys var með eina spólu og var saman sett úr breyttri dyrabjöllu í látúns boxi.
Fyrsta tveggja spólu byssan eins og nútíma byssur eru var fundin upp árið 1899 af Alfred Charles South, en sú byssa var mjög þung og því var yfirleitt festur gormur í loftið og tengdur við byssuna til að taka mesta þungan af höndum þess sem notaði byssuna.
Flestar nútíma byssur geta ráðið hversu djúpt nálin fer ofan í húðina og þökk sé því þá er tattoo gerðar listin orðin ansi nákvæm. Og þessi tækni er meira að segja orðin svo nákvæm að það er hægt að húðflúra andlit fólks og er það stundum kallað “föst málning” (þ.e. málning eins og konur setja á sig)
Svo kemur önnur grein í desember eftir að ég fæ mér tattoo’ið (á pantaðan tíma 1. des) og mun ég skrifa um sessionið.
heimild: www.wikipedia.org
Kv. Liverpool