My own personal tatt story thing Ok svo ég sit hér seint á kínversku föstudagskvöldi, búinn að innbyrgja ágætt magn af nikótíni, tjöru og áfengi og ákveð að skrifa þessa litlu greinarpísl um tvö af tattúunum mínum, og pælingarnar á bakvið þau.
Datt í hug að einhver hefði máski áhuga.

Það var í strætó nokkrum þar sem ég ók upp Hverfisgötuna í átt að Hlemmi, þar sem ég sá út um gluggann þennan yndislega búðarglugga “Íslenzka Húðflúrsstofan” og ég fór að velta fyrir mér hvernig tattú ég myndi fá mér, ef ég svo vildi gera. Ég fór að hugsa um hvaða hlutir væri mér mikilvægastir í lífi mínu þá dagana.
Ég var á mínu sæta sextánda ári, á leið í MR (því fór miður, ekki af vali, ég valdi MH sem ég er nú blessunarlega í), hugurinn var fullur af stoltum, og sjálfstæðum hugsunum sem höfðu orðið sterkar eftir mína fyrstu ástarsorg, og ég áttaði mig á því að það sem skipti mig mestu máli á þeirri stundu, á leið í skóla sem ég hafði hræðilega vonda tilfinningu fyrir, var einfaldlega frelsi.
Persónulegt, einstaklingsbundið frelsi, í hugsun og í gjörðum, eitthvað sem yrði aldrei tekið frá mér, eitthvað sem myndi hjálpa mér í gegnum erfiðleika og hindranir á vegi mínum í framtíðinni.

Svo ég fór að hugsa um smáatriðin..
“Frelsi” … neii passaði ekki alveg … “vertu frjáls” … ekki enn… “freedom”? Of Braveheart-legt… “Free” … “ Be free ”…
ahh þarna kom það…
Með þessa ákvörðun komna í fastar skorður í hausnum á mér þá hljóp ég nánast hálfa Hverfisgötuna til baka og fór inn í vinnustað Búra, og settist þar niður og kurteisislega fór að blaða í tattúbókum þar, meðan hann kláraði að gera eitthvað. Fékk svo að kíkja á allskonar leturgerðir hjá honum og pantaði tíma nokkrum dögum síðar.

Fór heim, fann gott font á síðunni sem hann benti mér á ( http://www.dafont.com ) og kom í tímann, spenntur og æstur í mitt fyrsta tattú. Ég ákvað vinstri úlnliðann, svo þetta yrði alltaf þarna til að minna mig á. Ekkert svo vont, frekar óþægilegt í byrjun en vandist því og gat fókusað að smátriðunum í fallega trashy stöfunum sem Búri með mikilli ró og vandvirkni flúraði á mig. Fór ánægður út, með höndina plastaða og hálf-auma.

Seinna tattúið var kannski aðeins flóknara…
Ég fór að taka eftir því, á því ári sem leið, að ég hafði oft rangt fyrir mér varðandi hvað fólki fannst um mig, hvernig fólk hegðaði sér og hvað það var að hugsa. Ég tók eftir því að sumar manneskjur leiddu mig vills vegar, oft án þess að fatta það sjálfar, oft til að særa mig, og eftir mörg særandi tilvik fór ég að verða varari um mig, varari um að opna mig og treysta, og að leyfa sjálfum mér að dáleiðast. Ég fór að skilja í fullustu hve illa innrættir og skemmdir sumir voru að innan, og hve auðvelt það var fyrir suma að einfaldlega stíga mig niður og bregðast mér.
Það fór jafnframt að renna upp fyrir mér hvernig sárafáir hlutir voru virkilega eins og þeir sýndust. Eitthvað til að spyrja mig stöðugt spurningarinnar “er ég eða einhver annar að blekkja mig?”

Valið var mér augljóst í þetta skiptið: Til að halda stílnum frá Be Free, fékk ég mér Hypnotized? í sömu leturgerð, sömu stærð, á hægri úlnliðinn.
Enn og aftur gerði Búri karlinn þetta fyrir mig, og gaf mér meira að segja afslátt.

Tattúin mín. Og ekki misskilja þetta sem setningu, þau eiga ekki að standa fyrir “be free hypnotized”
tvö algjörlega aðskilin, nema þau bara minna mig á. Þessi tvö eru mjög góð dæmi um tattústefnina Meaningfulltattooism eða RealTattooism ;)

Vona að þú hafir haft gaman að.
True blindness is not wanting to see.